30 mínútur međ mér.
18.6.2009 | 09:37
Ég ákvađ í gćr ađ fá mér frískt loft. Rak nefiđ út um dyrnar og sá ađ ţađ hafđi stytt upp. Hlýtt var úti og blankalogn. Ég sleppti ţví ađ fara í regngallann eins og ég hafđi upphaflega hugsađ mér.
Ég gekk niđur í fjöru sem er rétt hjá heimili mínu. Gríđarlega falleg klettaströnd sem ég hafđi ekki hugmynd um ađ vćri til áđur en ég flutti í nágrenni viđ hana.
Ţegar ég kom niđur í fjöru sjá ég fyrst stóran lođinn kött sem lá í makindum í klettahlíđ. Hann reis upp ţegar hann varđ mín var og viđ horfđumst í augu. Ég var nokkuđ viss á ađ ţarna var pabbi kettlingana kominn. Hann var nauđalíkur einum ţeirra, eđa einn ţeirra honum. Virđulegur og fallegur köttur međ stríđnisglampa í grćnum augum.
.
.
Ég hélt áfram ađ kletti sem skagađi fram í sjóinn. Klifrađi upp hann og settist á fremstu snös.
Stelkur kom fljúgandi. Ég hugsađi ađ hann vćri alveg međ ţađ á hreinu hvert hann vćri ađ fara ţessi. Vćngirnir báru hann ákveđiđ eftir haffletinum og hann stefndi upp í land.
Ţá kom ég auga á skarf á smá skeri. Skarfurinn sá var ađ reyna ađ ţurrka vćngina í gríđ og erg.
Utar á flóanum var líklega himbrimi. Var ekki međ sjónauka en sé skrattakollinn vel frá mér (en aldrei ađ mér, eins og kunningjarnir segja).
Ćđarkolla kom syndandi međfram klettaströndinni og fjórir unga henni viđ hliđ. Gaman ađ sjá hvernig fjölskyldan féll vel ađ ţara og grjóti sem varđi hana fyrir ránfuglum.
Nokkra skothvelli heyrđi ég af og til. Leiđinda hávađi sem truflađi ţessa helgu stund.
Allt í einu opnađist himinninn og ţvílík rigning, ţvílík demba. Minnti mig á Demja Demja fótboltamanninn sem viđ Sir Alex keyptum fyrir nokkrum árum. Einu mistökin sem ég man eftir ađ viđ höfum gert á ferlinum, félagarnir.
.
.
Ég fikrađi mig niđur eftir blautum klettinum og hálf hljóp heim.
Leit viđ og sá ađ skarfurinn var búinn ađ leggja vćngina niđur. Hann hafđi gefist upp.
Ţessar 30 mínútur sem ég átti ţarna međ sjálfum mér voru bara miklu viđburđaríkari en ég hafđi reiknađ međ áđur en ég lagđi af stađ.
Kom heim međ hreina sál... en blautur ađ utan og skítugur.
Ţetta var mjög skemmtileg, stutt ferđ međ sjálfum mér.
Ţiđ ćttuđ bara ađ prufa ađ vera međ mér ţegar ég er einn.
Athugasemdir
ég kem međ nćst :)
Óskar Ţorkelsson, 18.6.2009 kl. 12:03
Löngum hef ég velt vöngum yfir einu, sem ţú skilur mázke.
Verđa karlmenn ţungađir af ófrízku lofti ?
Steingrímur Helgason, 18.6.2009 kl. 14:45
Ég vćri til í ađ vera međ nćst!
Hrönn Sigurđardóttir, 18.6.2009 kl. 20:39
gekk eitt sinn međfram ströndinni, frá Kveldúlfsgötu og út ađ sundlauginni. ţađ var gaman. sá samt enga fugla ţá. reyndar var komiđ vel fram í júlí ef ég man rétt.
Brjánn Guđjónsson, 18.6.2009 kl. 22:42
Takk fyrir innlitiđ öll... held viđ verđum ekki ţungađir af ófrísku lofti Steingrímur en kannski ţungir ef viđ borđum of mikiđ af ţví...
Brjánn mađur ţarf ekki alltaf ađ leita langt yfir skammt til ađ finna ćvintýrin...
Brattur, 19.6.2009 kl. 01:01
rétt Brattur. ćvintýrin eru allt um kring en ađallega innra međ okkur
Brjánn Guđjónsson, 19.6.2009 kl. 01:21
í gönguferđinni um áriđ ţurfti ég ađ valsa gegn um einhvern garđ (eđa garđa). hafi ţađ veriđ ţinn garđur biđst ég fyrigefningar á ţví.
Brjánn Guđjónsson, 19.6.2009 kl. 01:24
... ţér er fyrirgefiđ Brjánn... vonandi smakkađir ţú á rabarbara í leiđinni...
Brattur, 19.6.2009 kl. 07:42
:-)
Ég skal koma međ nćst, ţegar ţú verđur einn á ferđinni .... :-)
Einar Indriđason, 19.6.2009 kl. 09:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.