Ostamađurinn

Einu sinni var mađur sem elskađi osta. Honum fannst hreinlega allir ostar lostćti.

Ísskápurinn heima hjá honum var fullur af ostum. Mygluostum, götóttum ostum, frönskum brúolla ostum, belgískum brúar ostum og ítölskum Cacciocavallo.

Ţađ var ostur í morgunmat. Ţađ var ostur í hádegismat. Ţađ var ostur međ kaffinu. Ţađ var ostur međ kvöldmatnum og kvöldkaffinu. Ef hann vaknađi á nóttunni sem var eigi frekar mjög algengt, ţá fór hann fram í ísskáp og náđi sér í ostbita.

Ţađ ţarf ekki ađ taka ţađ fram á ţessu stigi málsins en ég geri ţađ engu ađ síđur fyrir lesendur sem gćtu átt erfitt međ ađ skilja ţađ, ađ ţessi mađur átti enga konu.

Ostamađurinn hafđi aldrei borđa vondan ost. Mmm... sagđi hann og malađi ţegar hann komst yfir nýjan ost... delissíus uss uss uss... mmm...
.

 us%20%20cheeses

.

En eins og flest ostafólk veit ţá fylgir rauđvín oft ostaáti og ţessi mađur, sem enga konu átti eins og ţiđ hafiđ nú međ heiđarlegum hćtti veriđ upplýst um, drakk mikiđ af rauđvíni međ ostunum.

Hann var ţví oftar en ekki, ţó ég taki nú ekki djúpt í árinni eđa djúpristi ekki brauđiđ meira en ţarf, oftast rallhálfur nótt sem nýtan dag.

Ţessi saga gćti ţess vegna orđiđ heilt ritverk, bókmenntaverk og tímamótaverk. En hún ćtlađi sér aldrei ađ verđa annađ en smásaga sem fellur fljótt í gleymskunnar dá og ţađ verđur hún hvađa skođun sem ţú kannt ađ hafa á ţví lesandi góđur.

Ţess vegna segjum viđ ekkert frá vandrćđum ostamannsins í samskiptum sínum viđ skattinn og bifreiđaeftirlitiđ og heilbrigđiseftirlitiđ og meindýraeyđinn. Né heldur frá ćvintýrum hans ţegar hann málađi ţakiđ hjá sér og var í heila viku upp á ţaki međ ostakröfur og kassa af Goose Ridge. 
Ţetta var í sömu vikunni og hreinsunarátak var í hverfinu sem endađi međ grillveislu á númer 5 og Malla tannlćknisins datt á hausinn og braut í sér framtennurnar.
.

 j0438569-main_Full

.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

:)

Óskar Ţorkelsson, 7.6.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ég er svoddan gikkur, en mér finnast sumir ostar ţó góđir. ekki síst međ rauđvíni. hins vegar er ég karlkyns og á afar erfitt međ ađ gera tvo hluti í einu. ţví sleppi ég ţá bara ostunum.

skál ;)

Brjánn Guđjónsson, 9.6.2009 kl. 04:46

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Meiri myzíngurinn!

Steingrímur Helgason, 10.6.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Jón Halldór Guđmundsson

Ţetta er bara brilliant!!!!

Jón Halldór Guđmundsson, 11.6.2009 kl. 09:50

5 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

hahahah

Hrönn Sigurđardóttir, 11.6.2009 kl. 10:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband