Brattur Lama

Gaman að heyra í mönnum eins og Dalai Lama. Hefur sína Buddha trú en segir jafnframt að hver megi hafa sína trú og enginn trú sé betri eða réttari en önnur.

Vildi að Dalai Lama hefði tekið Alþingismenn á hraðnámskeið í umburðalyndi og víðsýni. Gjörsamlega óþolandi að heyra og sjá hverja höndina upp á móti annarri á Alþingi þessa daganna.

Getur fólk ekki snúið bökum saman og reynt að ausa sökkvandi dallinn ? Ef ekki næst samstaða hjá þessu fólki um það þá verður önnur búsáhaldabylting fljótlega.

Fyrst að Dalai er farinn úr landi þá er ég til í að taka þetta námskeið að mér.

Bið alla Alþingismenn sem lesa síðuna mína að kommenta hjá mér og tilkynna þátttöku.
Námskeiðið verður haldið í Borgarnesi.

Boðið upp á grasrótarte, mjólkurkex og rabarbarasultu.

Frítt í göngin !

Guð blessi Ísland.

Brattur Lama.
.

buddha_at_deer_park

.


mbl.is Dalai Lama í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband