Engin spenna - bara gaman.
5.5.2009 | 21:32
Ef að nokkur hefur efast um hvaða lið er besta liðið í heiminum í dag þá tóku United menn af öll tvímæli hvað það varðar í kvöld.
United voru í allt öðrum klassa en Arsenal sem sáu aldrei til sólar í kvöld. Þeir ógnuðu marki United varla allan leikinn svo kallast geti.
Vítaspyrnan var MJÖG hæpin svo ekki sé nú meira sagt og rauða spjaldið á Fletcher út í hött.
Ég held að þetta sé besti leikurinn sem ég hef sé Park spila. Ronaldo var ferskur enda hvíldur í síðasta leik. Þar sýndi Sir Alex enn einu sinni snilli sína og fékk Ronaldo banhungraðan í þennan leik.
Nú er bara að bíða og sjá hver verður mótherjinn í úrslitaleiknum. Held í sjálfu sér að það skipti engu máli fyrir United hvort það verður Chelsea eða Barcelona. Held samt að úrslitaleikurinn verði hraðari og skemmtilegri ef það verður Chelsea.
En við Sir Alex erum bara drullusáttir með kvöldið.
.
.
Man Utd. í úrslitaleikinn eftir 3:1 sigur á Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bið að heilsa sörnum...
Þórður Helgi Þórðarson, 5.5.2009 kl. 21:53
Til hamingju með sigurinn. Já hann Sir Alex er engum líkur. Um daginn las ég viðtal við hann fyrir leik þar sem hvert gullkornið af öðru og djúphugsuð spekin hnaut af vörum hans. Meðal annars þetta hérna, sem fékk mig næstum til að kikna í hnjáliðunum.: "Mikilvægast að skora mark". Brattur, þetta segir ekki hver sem er, ha? Algjör snillingur sko. Svei mér ef þetta verður nokkurn tíma leikið eftir í viðtali aftur. Svona snilld veltur ekki af neinna annara vörum en sjénía. Það er alveg klárt. Eitthvað annað en þjálfarinn hjá Arsenal. Eina sem honum datt í hug að segja var.: "Þetta var búið áður en það byrjaði" Svona tala bara lúserar, ha. Sammála þér með andstæðingana í næsta leik, Ekki Sjéns-í eða hvað þeir nú heita. Spilaði ekki einhver strákur af skerinu með þeim einhvern tímann, sem nú er meira og minna búinn að vera tilbúinn undir tréverk á Spáni eftir að hann fór frá þeim?
Bið að heilsa Sir Alex, næst þegar hann hringir.
Kær kveðja úr suðurhöfum.
Halldór Egill Guðnason, 6.5.2009 kl. 12:21
... þetta eru erfiðir tímar.. mjög erfiðir.
Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 14:09
Fletcher átti að vera kominn út af fyrir löngu þegar síðasta brotið gekk fram af dómaranum.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.