Ruslahaugur Sjálfstæðisflokksins
25.4.2009 | 14:05
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki háð heiðarlega kosningabaráttu.
Svona lítur ruslakista Sjálfstæðisflokksins út.
Nafnlausar auglýsingar af Steingrími J. (verulega ósmekklegt) - af hverju þorir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að birta slíkar auglýsingar í eigin nafni?
Nafnlausa AHA síðan þar sem gert er lítið úr frambjóðendum annarra flokka.
Hringingar Sjálfsæðismanna í unga kjósendur í Suðurlandskjördæmi og þeir beðnir um að strika Árna Johnsen út af kjörseðli hvaða flokk sem þeir kunna að kjósa (og gera þar með seðilinn ógildan)
Nú dreifa þeir á bloggsíður fréttum um að einhver einstaklingur hafi kært Samfylkinguna fyrir landráð... Svona hagar hann sér Sjálfstæðisflokkurinn, landráðaflokkurinn sjálfur... þvílík örvænting... þvílíkur barnaskapur...
Svona háir Sjálfstæðisflokkurinn kosningabaráttuna vegna þess að þeir hafa engan málstað.
.
.
![]() |
Kjörsókn með ágætum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega sammála síðuritara.
Númi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:31
Mæl þú manna heilastur... sjáumst á kosningavökunni og til hamingju með að vera fyrstur Íslendinga til að ná kjöri í öllum kjördæmum. Tollstjórinn.
Guðni Már Henningsson, 25.4.2009 kl. 15:01
Þeir hafa nefninlega ömurlegan málstað að verja. Þá grípa þeir til svona aðferða. Sýnir hvernig innrætið hjá þeim mörgum er.
Vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái engum manni á þing.
ThoR-E, 25.4.2009 kl. 16:27
Guðni... kemur tollstjórinn ekki með veitingarnar á kosningavökuna?
AceR... mikið vona ég að þú verðir sannspár!
Brattur, 25.4.2009 kl. 16:29
Þeir eru jafnvel enn subbulegri en kaninn í sínum forsetakosningum.
Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 16:50
Gaman væri að fara á kostningavökun hjá sjálfstæðismönnum í kvöld :) Ætli kardimommubærinn verði endurfluttur, Birgir Ármann sjái um að halda öllum brosandi og Hannes grilli pylsur.
Eigum við að skella okkur?
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 20:28
Já... það væri nú meira stuðið á samkomunni ef að Birgir Ármannsson héldi uppi fjörinu...
held ég hefði ekki lyst á grillaðri pyslu úr hendi blárri hendi Hannesar... 
Brattur, 25.4.2009 kl. 20:53
Maður veit heldur ekkert hvar hendin á Hannesi hefur verið.
Halldór Egill Guðnason, 27.4.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.