Leiðin greið fyrir United
21.4.2009 | 22:21
Gaman að sjá kraftinn og hraðann í honum Arshavin... besti maður vallarins í kvöld.
Hef lítið séð af Liverpool í vetur, en það virðast vera liðtækir leikmenn í liðinu. Fannst hann seigur þessi ljóshærði frammi, Tores minnir mig að hann heiti.
Liverpool verður þó að styrkja lið sitt með öflugri leikmönnum á næstu leiktíð ætli þeir sér að vinna titla. Carragher er orðinn hægur og var aldrei líklegur að skora í kvöld.
Margir leikmenn í liðinu bera svo einkennileg nöfn sem minna helst á indverska krikkettspilara.
Markvörðurinn er ekki í háum klassa en fær prik fyrir að reyna.
Nú er gatan greið hjá okkur United mönnum, það þarf bara að vinna 5 leiki af 7 sem eftir eru. Megum tapa einum og 1 jafntefli þá er titilinn í höfn. Eigum eftir að mæta Arsenal og Manchester City í erfiðustu leikjunum, reyndar þeir báðir á Old Trafford.
.
.
Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Þú meinar að Arsenal hafi nánastu unnið deildina fyir MU.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:28
Nei... United menn verða víst að sjá um það sjálfir. Ekki fá þeir stigin sem Arsenal fær...
Brattur, 21.4.2009 kl. 22:29
Djös snillingar í Lpool, enn eitt jafnteflið :D þeir ætla ekki að koma sér sjálfir áleiðis að titli nú frekar en fyrri daginn. Kannski er nóg að treysta á aðra bara og þurfa að gera minimum effort sjálfur í von um að fá eitthvað út úr deildinni
Jón H B, 21.4.2009 kl. 22:30
Ekki veit ég hverrar þjóðar þetta Liverpool lið er? Í þessum leik eins og þeim síðasta á móti Chelsea var 1 EINN enskur leikmaður? Þegar maður hlustar á lýsingu þar sem þetta lið kemur við sögu þá er eins og verið sé að lýsa frá spænska boltanum.
EN þó við séum í vænlegri stöðu United menn þá þurfum við að klára þetta á vellinum sjálfir og vera ekki að pæla í því hvað aðrir gera. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Með kveðju frá Old Trafford.
Karl Löve, 21.4.2009 kl. 22:40
Ég óttazt nú að þið Mannheztar eigið eftir að þakka okkur nöllum fyrir greiðann þennann, þrátt fyrir að við tökum í nebbann á ykkur Ferguz & náum í okkar 3 stig á Traffordinu.
En Rúzzinn er klárlega gullmoli & bætti fyrir skortinn á 'stormsenterum' í framlínunni. Vörn okkar manna var hinz vegar á þann hátt slétta þarf yfir gamlar grafir ~old 4zome~.
Steingrímur Helgason, 21.4.2009 kl. 23:02
Alveg rétt Karl, nú er bara að taka einn leik fyrir í einu og 3 stig í hverjum á þá kemur þetta hægt og bítandi.
Brattur, 21.4.2009 kl. 23:05
Steingrímur, Er nokkuð sjúr á því að við Arsha-vinnum Arsenal á Gamla Traktornum... jafnvel léttilega... Silvestre var sleipur í vörninni... eða var það völlurinn sem var sleipur... ?
Brattur, 21.4.2009 kl. 23:28
Finnst þér þjóðernið skipta máli, Karl? Er þetta ekki bara spurning um hæfileika?.....
Spyrillinn (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:06
Spyrill, því miður verður þetta mjög fljótlega að spurningu um þjóðerni. Það virðist ekkert ætla að stöðva kvótaregluna. Toppliðin gætu þurft að hreinsa smá.
Heiðar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:37
Góð spurning þessi með útlendingana hjá Kalla. Eina enska liðið af þeim 4.stærstu er Arsenal. Liverpool og Man.u eru amerískar fjármálasamsteypur og Chelsea rússa-mafía. En grínið með United er að þeir hafa fengið 3,stig
af 15,mögulegum á móti þeim 4.stærstu.
Wenger (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:19
stærsta grínið er að það skiptir bara engu máli,, 3 af 15 mögulegum á móti stærstu liðunum... Að vera með sem flest stig í 38 leikjum er miklu þýðingarmeira myndi ég halda. Góðar stundir!!!
Sir fríður (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.