1998 ehf
13.4.2009 | 21:10
Þeir kunna ýmislegt fyrir sér Jón Ásgeir & Co. í viðskiptum.
Ég heyrði þá sögu að þeir hefðu stofnað fyrirtæki sem heitir NÍTJÁNHUNDRUÐ NÍUTÍU OG ÁTTA (1998 ehf ).
Það fyrirtæki "keypti" allar skuldir Haga (sem á Bónus/Hagkaup og 10/11 verslanirnar).
Til þess að fjármagna kaupin á skuldum Haga tóku þeir "kúlulán" sem er lán með einum gjalddaga.
Sá gjalddagi er ca. eftir 2 ár.
Hagar eru því fyrirtæki sem stendur vel í dag þar sem skuldir þess voru "keyptar".
Hvað gerist svo eftir 2 ár þegar greiða þarf lánið... það er stóra spurningin.
Ef þessi saga er sönn, þá setur maður stórt spurningamerki við siðferðið í viðskiptum.
![]() |
Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjárglæpamennirnir ganga allir lausir...sorglegt.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.