Á Ö flokkurinn að skila styrknum?
9.4.2009 | 23:03
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hræddur við mig... það hlaut að koma að því...
Eins og Þorgerður Katrín segir "Það hefur verið á Brattann að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn".
Mér sýnist ÖND-VEGIS-FLOKKURINN vera að höggva verulega í fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Þó að Ö flokkurinn hafi ekki komið neitt sérstaklega vel út úr síðustu skoðanakönnun Capacent þá finnum við mikinn meðbyr. Einn helsti styrkur Ö flokksins er að hann hefur ekki þegið neinn styrk... eða næstum því engan styrk.
ÖND-VEGIS-FLOKKURINN verður með opið hús á föstudaginn langa kl. 7:00 um morguninn... farið verður yfir bókhald flokksins og tekin ákvörðun um hvort skila eigi rifsberjasultukrukkunni sem Manga Magnúsar gaf flokknum í haust... en það er reyndar bara helmingurinn eftir í krukkunni...
Félagar munið....... Ö er ekkert BÖ !
.
.
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krukkan er reyndar tóm.... ég læddist í restina fyrir fundinn í morgun. En hvað með prjónasokkana og grjónagrautinn sem okkur var gefinn til að hafa á kosningavokunni? Ég hlakkaði svo til að borða hann þegar ljóst yrði að þú hefðir komist inn í öllum kjördæmum!! ÖÖÖÖ er ekkerð brÖÖÖðl...
Guðni Már Henningsson, 10.4.2009 kl. 23:26
Grjónagrautinn og sokkana geymum við og ávöxtum til að halda ærlegt partý þann 25.apríl...
Brattur, 10.4.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.