Ekki kjósa spillinguna

Nú bíður maður bara eftir fleiri sprengjum.

Það mætti segja mér að nú færi allt á fullt hjá Sjöllunum að reyna að finna veikan blett á öðrum flokkum hvað varðar fjárframlög til þeirra.

Það er venja Sjálfstæðismanna að þegar á þá er ráðist, þá er gerð gagnárás til að dreifa athyglinni.

Mest hafði ég gaman af því að sjá að það var BAUGUR /FL Group/Jón Ásgeir sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn svona myndarlega.

Það er stutt í kosningar... kosningabaráttan á eftir að einkennast af uppljóstrunum á báða bóga, hugsanlega afsögnum og öðru í þeim dúr. Það mun lítið fara fyrir málefnalegri umræðu.

Við kjósendur viljum spillinguna burt, þess vegna er það krafa að bókhald flokkanna verði opnað og við fáum að sjá alla styrki til flokkana a.m.k. 10 ár aftur í tímann.

Þá fyrst getum við kosið spillinguna burt.
.

 d_documents_and_settings_inqo_my_documents_my_pictures_isk_500_note

.

 

 


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef peningar eru annars vegar er Sjallanum alveg sama hvaðan þeir koma. Jafnvel framlag kölska yrði vel þegið.

Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Brattur

Það verður bara einn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn eftir hálfan mánuð;

KÖLSKI sjálfur!

Brattur, 9.4.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband