Augnablik

Ég gerði stóra uppgötvun í dag... augað er fljótara að hugsa heldur en heilinn...

Hvernig komst ég að þessu? Jú það var þannig;

Eitt kvöldið í vikunni var ég að mála loft með gráum lit.

Ég var lítið að hugsa um ástandið í landinu, en einbeitti mér að því vinna mína vinnu vel.

Allt í einu dettur stór grár málningardropi úr rúllunni og stefnir beint á augað... ég fraus og náði ekki að hugsa nógu fljótt... en viti menn augað lokaði sér sjálft rétt áður en dropinn skall á því... án þess að ég gæfi auganu skipun um að lokast...

Nú vona ég að þessi lífreynslusaga mín eigi eftir að nýtast læknavísindunum vel um ókomna framtíð... þá veit ég að ég hef ekki lifað til einskis...
.

11298eyes4

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Þetta kalla vísindakonur "reflex". Það má framkalla slíkan galdur með "skilyrðingu".

Vonandi hefur slík skilyrðing átt sér stað hvað varðar afstöðu íslendinga til loftfimleika fjármálavíkinga?

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einu sinni var ég að þynna saltpéturssýru (frekar en brennisteinssýru) með vatni og sýran gaus upp í andlitið á mér. Einn dropi skall á vinstra auga. Ég stökk í hendingskasti í næsta vask til að skola burt sýruna og sá þá mér til undrunar að augnlokið var aðeins brunnið að utanverðu. Augnlokið hafði verið dregið fyrir sjáaldrið með eldingarhraða. Náttúran lætur ekki að sér hæða.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 03:42

3 Smámynd: kop

Já, einmitt Baldur, þetta skýrir ýmislegt. Þessi sýra hefur greinilega valdið meiri skaða en þú heldur og er enn að grassera, miðað við skrif þín hér á blogginu.

kop, 5.4.2009 kl. 08:16

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Athyglisverð söguskýring, hland-kop.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband