Babb
15.2.2009 | 10:46
Þá er komið að endurflutningi úr sögusafni Bratts:
... einu sinni var skip á veiðum... þetta var lítið skip... kallað trillubátur...
... um borð voru fjórir karlar... þeir voru á handfæraveiðum...
.
.
... sá fyrsti sem dró fisk, kallaði; það er kominn þorskur í bátinn...
... sá næsti horfði á fiskinn sinn og kallaði; það er komin ýsa í bátinn...
... þriðji, talsvert nefmæltur; það er kominn steinbítur í bátinn...
... fjórði, kallaður Óli Búll hrópaði; það er komið Babb í bátinn...
.
.
... félagarnir snéru sér við... og það var ekki um að villast... það var komið
rosalegt Babb í bátinn... váááááá...
Svo settust þeir allir niður, tóku upp nestið sitt, kaffi, smurt brauð með eggi og lummur og horfðu á Babbið allan kaffitímann...
Athugasemdir
Abba babb og sussum svei,
synd að veiða þetta grey.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.