Skemmdarverk sjálfstæðismanna

Ég ætlaði nú ekki að gera þessa síðu að hvalasíðu, en blogga nú í þriðja skiptið á stuttum tíma um hvalveiðar.

Hún er skrítin tík þessi pólitík. Í miðri kreppu, þar sem mikil vinna og orka fer í það að leysa úr vandamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu, þá er lítil hvalveiðideila í uppsiglingu. Eða allavega eru menn að eyða tíma sínum í það að karpa um hvalveiðar eða ekki hvalveiðar.

Að mínu viti sýndi Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegsráðherra af sér grófa hegðun þegar hann heimilaði hvalveiðar augnabliki áður en hann hætti.

Einar Kr. sýndi hið rétta andlit sjálfstæðismanna og misnotaði vald sitt til að gera eftirmanni sínum og nýrri stjórn grikk. Kastaði kvikindislegri sprengju sem eingöngu var til þess fallin að trufla nýja ríkisstjórn við vinnu sína.

Þetta er svo týpískt sjálfstæðis eitthvað...

Ég hef aldrei skilið þá sem kjósa sjálfstæðisflokkinn... og hélt eftir að sjá aumi flokkur kafsigldi þjóðarskútuna að ekki nokkur sála myndi kjósa hann aftur... en svo virðist sem að enn sé fólk sem ætli að setja x við dé-ið...

Hvernig í ósköpunum er hægt að kjósa flokk sem hefur farið svona illa með fólkið í landinu?


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er mjög mikil einföldun og jaðrar við heimsku að kenna stjórnmálaflokki um allt sem gerðist hér.

Guðmundur Björn, 5.2.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smjörklípa!

Hvað eru mögulegar tekjur af hvalveiðum á ári? 200 milljónir?

Hvað skuldar gamla Kaupþing? 2,34 trilljónir!

Hvernig er svo forgangsröðin???

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Að mínu viti er þetta þörf og nauðsynleg ákvörðun. Það er með ólíkindum að þegar að fjallað er um þorskveiðar að þá eigi að fara að vísindalegum rökum en þegar fjallað er um hvali, þá eigi fólk uppfullt af einhverri viðkvæmni gagnvart aumingja dýrunum.

Það væri alger valdníðsla af hálfu ráðherra að fara ekki að áliti meirihluta þjóðarinnar og láta þessa ákvörðun standa, hvernig sem að hún er til komin. Burtséð frá kreppu og hvernig ákvörðunin er til komin, hvali á að veiða. Við getum ekki sífellt verið að sækja í tegundir sem að hvalurinn étur líka. Ef ekki verður veiddur hvalur, þá er næsta skref að hætta þá öllum veiðum sem hvalurinn sækir í.

Jóhann Pétur Pétursson, 5.2.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef að álit þjóðarinnar á að ráða þessu - þá þarf þetta náttúrulega að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eg set ennfremur stórt spurningarmerki við vísindalegu hliðina á dæminu.  Hvað segir Hafró td. að það þurfi að veiða marga hvali á ári til þess að það hafi eitthvað að segja á fiskistofna ?

Þessi ákvörðun Einars er einfaldlega vitleysa.

Því miður óttast eg að SJS þori ekki að afnema hana.  Gæti þó minkað kvótann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 23:18

5 Smámynd: Brattur

Guðmundur Björn, auðvitað eru margir sem bera ábyrgð á hruninu. En það sem var upphafið að öllu þessu var einkavæðing bankanna. sjálfstæðisflokkurinn ber þar mesta ábyrgð ásamt framsókn... bankarnir voru settir í hendurnar á mönnum sem kunnu ekki að reka banka. Það tók þessa menn ekki nema ca 6 ár að setja Landsbankann á hausinn... banki sem hafði verið rekinn í u.þ.b. 100 ár áður. Stjórnvöld gættu ekki að því að hafa eftirlit með "útrásinni" og stækkun bankanna. Útrásarvíkingarnir bera mikla ábyrgð, en stjórnvöld brugðust okkur þegnunum illa ... ekki vissi ég og ég held að þú hafir ekki vitað það heldur, að við öll þjóðin værum í ábyrgð fyrir því ef illa færi... ekki hef ég a.m.k. skrifað uppá fyrir Jón Ásgeir & co.

Brattur, 5.2.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Brattur

Jóhann Pétur; ég er ekkert viðkvæmur fyrir því að drepa hvali... ég er sjálfur veiðimaður og borða það sem ég veiði... alinn upp í sjávarþorpi og hef borða næstum því allt sem lifir í sjónum við landið okkar... líka hval.

Mér finnst það bara svo vitlaust að vera að berjast fyrir þessum hvalveiðum, þar sem við getum ekki selt kjötið með góðu móti og borðum lítið af því sjálf...

Að við ætlum síðan að fara að stjórna náttúrunni með því að halda hvalastofninum niðri svo hann borði ekki allan fiskinn í sjónum frá okkur, finnst mér einnig dapurleg rök... við kunnum ekki að stjórna náttúrunni á þennan hátt þó við þykjumst klár, mannskepnan.

Ímynd Íslands er engin greiði gerður á þessum erfiðu tímum með því að hefja hvalveiðar.

Hvalveiðar eru að mínu mati atvinna gamla tímans, nú eru tækifærin önnur.

Brattur, 5.2.2009 kl. 23:52

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Rétt er það Brattur - það kom flatt á alla að þjóðin stæði í ábyrgð fyrir þessu öllu.  Gagnrýna má þessa einkavæðingu og einkavinavæðingu göngugrindar núverandi ríkisstjórnar sem kallar sig Framsókn.  En það má ekki gleyma neyslufylleríi fólksins, almennings sem tók myntkörfulán til að kaupa ristavél og flatskjá þegar krónan var sem sterkust. Svo er bara bent á Davíð Oddsson eða Sjálfstæðisflokkinn þegar hún veikist og allt farið í hund og kött!

Ímynd Íslands mun aldrei hljóta hnekki út af hvalveiðum, aldrei.  Þetta er innihaldslaust hjal nokkurra ferðaþjónustuaðila (ég hef starfað í ferðaþjónustu alla mína tíð og geri það óbeint núna),  því annað er ekki PC. Fjöldi ferðamanna hefur aukist um 5-6% á ári hverju fyrir utan 2002, þrátt fyrir hvalveiðar. Árið 2007 voru þeir um 420 þúsund.  Hmmmm...ætli þeir hafi orðið milljón ef Kristján Loftsson (vondi kallinn) hefði ekki veitt hval í 2006??  Nú á ég fjölmarga erlenda vini, frá Mexíkó til Spánar til BAN til Svíþjóðar til Ítalíu til Grikklands til Finnlands og engin þeirra spyr mig nokkurn tíma um hvalveiðar Íslendinga eða hefur áhyggjur af veiðunum, en vilja svo ólmir sækja Ísland heim.

Guðmundur Björn, 6.2.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband