Framsókn að klikka
30.1.2009 | 18:27
Það er komin smá jákvæðni í almenning í landinu og von að kvikna í brjóstum um að nú fáum við betri og sanngjarnari ríkisstjórn sem muni stjórna landinu fram að kosningum.
Stjórn sem mun ekki byrja á að skera niður kjör sjúklinga og eldra fólks, heldur forgangsraða niðurskurðinum þannig að þeir sem minnimáttar eru verið ekki fyrstir.
Stjórn sem mun taka á vanda heimilanna að festu... gera róttæka hluti til að koma til móts við fólk sem skuldar mikið og er að missa heimili sín.
Eftir að hafa heyrt í Jóhönnu og Steingrími J. sýnist manni einnig að það eigi að tala við almenning í landinu og láta hann vita hvað er að gerast á stjórnarheimilinu á hverjum tíma.
Framsóknarmenn eru hikandi... áttu þeir ekki frumkvæðið að því að þessi minnihlutastjórn er nú í burðarliðnum? Ætluðu þeir ekki að styðja hana?
Eru peningamenn að þrýsta á hinn unga formann sem hingað til hefur staðið sig vel? Ef hann hleypur undan skaftinu núna á Framsókn sér aldrei viðreisnar von.
Ný ríkisstjórn eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður spyr sig....... Er valdagræðgin að gleypa hinn unga og, að margra mati, efnilega nýja formann strax?
Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 20:02
Utanþingsstjórn stax. Framsóknarflokkurinn hugsar ennþá of mikið um eigið skinn og hvernig hann geti beygt og niðurlægt. Samanber kastljós í kvöld. Framsóknarþingmaðurinn gat ekki látið það vera, að koma með lítillækkandi ummæli og gamlar klisjukenndar upphrópanir um getuleysi væntanlegrar ríkisstjórnar.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:26
Sigmundur er sonur föður síns. Og kannski er það best fyrir vinstri menn að þessir tveir flokkar sem ég tel bera ábyrgð á ástandinu, sýni sitt rétta andlit og rotti sig saman strax. Það yrði til bóta fyrir okkur í vor og þá til framtíðar.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 23:04
Og Siv Friðleifsdóttir var í nöldurhamnum í Sjónvarpinu í kvöld... hvað halda Framsóknarmenn eiginlega að þeir séu þessa dagana ??? Mikið vildi ég að þessi flokkur þurrkaðist út í næstu kosningum... arg...
Brattur, 30.1.2009 kl. 23:27
Ég hef enga trú á framsókn, sorry. Þeir voru (ásamt D) arkitektarnir bak við banka-dæmið ... einkavinavæðingin á bönkunum, og allt það. Því megum við aldrei gleyma. ALDREI!
Það að þeir stígi fram núna, bendir bara (í mínum augum) til þess að þá langi í vafa atkvæði.....
(Gleymum ekki heldur D. Það væri verulega, verulega, verulega, ... slæmt... ef D fengi nokkurn tímann aftur brautargengi. VERULEGA SLÆMT!)
Einar Indriðason, 31.1.2009 kl. 00:22
Pólitík er slæm tík Brattur. Djöfullinn sjálfur, ef maður bara hugar ekki að framboði sjálfur! Ég er viss um að ég gæti tuðað okkur í gegnum þessar hremmingar betur, hraðar og af meir skynsemi en þetta fólk sem nú skreytir sjónvarpsskjáinn, daginn út og inn. Sýnist marklaust tuð og eiginrassatryggingar vera það eina sem kemur frá atvinnupólitíkusunum þessa dagana. Fari ALLIR flokkar landsins norður og niður og forsetinn með!!!!
Halldór Egill Guðnason, 31.1.2009 kl. 01:44
Já, Halldór í framboð með þig... ég meina það... það vantar einmitt menn með festu og skynsemi í fremstu víglínu núna... veit ekki hvort við gerum þeim fyrir norðan mikinn greiða með því að senda flokkana og forsetann þangað... sendum liðið frekar á Suðurskautið... suður og niður með DÓTIÐ...
Brattur, 31.1.2009 kl. 09:42
Heyr, heyr Brattur. Farinn í framboð og búinn að byðja vini mína fyrir sunnan að taka á móti pólitískum flóttamönnum af hinu hvelinu. Verið að leita að húsnæði handa þeim.
Halldór Egill Guðnason, 1.2.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.