Ég á mér draum
26.1.2009 | 21:11
Mig dreymdi í nótt að Ólafur forseti boðaði mig á fund að Bessastöðum... hann lét DHL bíl ná í mig... ég var að klæða mig eftir sturtu og rétt náði að fara í appelsínugula bolinn minn... byltingarbolinn..
Við áttum ánægjulegan fund, ég og forsetinn... Dorrit kom með pönnsur og bláberjasultu og sprauturjóma... ég spurði Dorrit hvort hún ætti ekki heitt súkkulaði líka... mig hefur nefnilega alltaf langað til að drekka heitt súkkulaði á Bessastöðum... Dorrit trítlaði fram í eldhús og kom með súkkulaðið að vörmu spori...
En Óli var ekkert að tvínóna við hlutina frekar en í fyrradag og sagði;
Brattur, þú ert eina von þjóðarinnar... sómi þess bogi og ör...
Ég vil að þú verðir forstætisráðherra á morgun... og bjargir okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í...
Ég er búinn að tala við Geir Haarde, Ingibjörgu og Alex Ferguson... þau eru sammála...
Brattur kýldu á þetta, farðu út og bjargaðu þjóðinni...
Næst þegar ég vissi af mér í draumnum var ég staddur í miklum hátíðarhöldum þar sem verið var að hylla mig fyrir að hafa komið íslensku þjóðinni úr öldudalnum og inn í góðærið hið nýja.
.
.
Ekki verið samið um neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örlögin hafa talað til þín. Step on it.
hilmar jónsson, 26.1.2009 kl. 21:16
I.m stepping Hilmar... I´m stepping...
Brattur, 26.1.2009 kl. 21:23
Tja... þú myndir örugglega standa þig betur heldur en þessir jólasveinar og sveinkur!
(án þess að ég sé að móðga jólasveina og sveinkur.... (amk ekki viljandi))
Einar Indriðason, 26.1.2009 kl. 21:28
Dularfullt þetta með DHL-bílinn. Fann ekki neitt um þetta í draumráðningaskruddunum. Gæti samt mögulega staðið fyrir Davíð Hættir Loksins!!! :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.1.2009 kl. 22:19
Ásgeir, þetta var Secret Mission... MJÖG dularfullt allt saman... en þú slærð öllum spæjurum heimsins út þ.m.t. Inspector Clueso og Hercule Poirot...
Davíð Hætti Loksins... draumurinn ráðinn.... of course....
Brattur, 26.1.2009 kl. 22:31
Góður draumur mar'
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.