Þegar í harðbakkann slær

Þetta líst mér vel á... áhrifameira en ofbeldi... væri gaman að heyra nokkur þúsund mótmælendur taka undir góðan söng á laugardaginn... það gæti orðið flott... 

... nú eftir síðustu daga, er ég farinn að skilja orðtækið "Þegar í harðbakkann slær"... það er þegar maður verður ofboðslega reiður... grípur með sér harðbakkann úr eldhúsinu og ljósgrænu sósusleifina... skundar á Alþingi og slær í harðbakkann af öllu afli... núna ég er búinn að taka "vopnin" og tilbúinn að skunda... en þegar til kastanna kemur, syng ég kannski bara... "Nú stjórnin er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka"

.

AAAAAk_uCQYAAAAAAF7PAw

.


mbl.is Syngja mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - ég heyrði í þeim. Vel sungið þótt lögin hefðu mátt vera fjörugri ;)

Ég meina - það var kalt!!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, Hrönn, við vorum að jarða ríkisstjórnina, maður syngur ekki sérlega fjörug lög við jarðarfarir...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.1.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband