Hvernig er þetta borið fram?

... skrítið hvernig upphæðir geta breyst í höfði manns... ekki er langt síðan að mér fannst 1 milljarður miklir peningar... núna finnst mér 1 milljarður bara smápeningar... væri samt alveg til í að eiga svona smápeninga...

Mér skilst af fréttum að við, Íslendingar skulum núna 2000 milljarða. Ég skil ekki alveg þess tölu, ég skil orðið milljón og allt þar undir miklu betur.

Ég ákvað því að snúna þessum 2000 milljörðum yfir í milljónir svo ég áttaði mig betur á hvað ég skulda mikið ásamt þér, kæri lesandi.

Núllin sem maður notar fyrir aftan eru mörg og geta flækst fyrir svona meðal Bröttum eins og mér.

Svona fór ég að þessu til að átta mig á milljónunum.

     1.000.000.-    =  ein milljón
   10.000.000.-    =  tíu milljónir
 100.000.000.-    =  hundrað milljónir
1000.000.000.-   = þúsund milljónir = einn milljarður

OK, við skuldum 2.000 / Tvöþúsund milljarða. Við margfölum þá 2.000 milljarða með  x 1000.000.000.- milljónum til að fá út hvað við skuldum margar milljónir.

Útkoman er þá þessi : 2.000.000.000.000.- milljónir. En hvernig er þessi tala þá borin fram í milljónum?
Mér vefst tunga um tönn. Er þetta ekki rétt reiknað annars? Blush

.Brattur-Dollar-A


mbl.is Gjaldeyrisforðinn þriðjungur af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

fúffffff hvað er eitt núll eða tvö á milli vina?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ja nú er illt í efni. Eru þetta tveir billjarðar, trilljarðar eða skriðjalðar? Orðabókin Brattur, orðabókin, ef það er þá gert ráð fyrir svona stærðum í henni. Sennilega best að ræða við stjörnufræðing um þetta mál.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2009 kl. 21:30

3 Smámynd: Brattur

Eru þetta ekki bara 2000 ljósara krónur? Við erum komnir út í himingeiminn, Halldór...

Brattur, 19.1.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er einfaldur maður & þegar kemur að svona stórum tölum þá reikna ég alltaf frekar niður á við.

Aldamótaárið var Villi Gatari ríkazti maður heimz, skv. Forbes, en hvað mikið ríkur, hvernig skilur maður öll þezzi núll í samhengi ?

Nú maður einfaldur tekur sér töflureikni á skjá & miðar við þær einföldu forsendur að hann selji bara öll sín hlutabréf í smámjúksnýtifyrirtækinu, leggi höfuðstól inn á reikníng með 10% rentum, sem á þeim tíma var eðlileg ávöxtun í Sambandsríkjum Norður Ameríku.  Ekkert tillit var tekið til hlutabréfa í öðrum fyrirtækjum, annara eigna, eða persónulegra sjóða.

Á þeim tíma nægðu þær rentur, til þezz að durgurinn græddi 17.6 milljónur íslenzkra króna á hverju sekúndubroti, án þezz að ganga á höfuðstól.

Hann gat zumzé setið á sinni eyju í Karabízka, hringt í Boeing, pantað sér nýja 747 einkaþotu, gullslegna að utan & leðurklædda að innan, ef honum dytti í hug að fara til Paríz, & væri búinn að ~vinna~ fyrir kaupverðinu, áður en að símtalið við flugvélasölumanninn væri búið.

Sko, það er að vera ríkur ...

Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Brattur

... en Steingrímur, hvar er til nógu stór banki til að taka á móti 17,6 ,milljónum á hverju sekúndubroti? Ef Villi Gatar legði inn á Sparisjóð Hauganess & nágrennis í bara svona 1 mínútu á dag í eitt ár, syngjum við þá ekki á grænni grein eins og hamingjusamir þrestir?

Brattur, 19.1.2009 kl. 22:48

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

& I sing, sing, sing sing ...

Reyndar í Sparisjóði Svarfdæla núorðið, Hauganezútibúinu var lokað við sameiníngu sveitarfélagana.

Líklega skárra dæmi en ~Bruðlkazzi Borgarnezz~...

Steingrímur Helgason, 20.1.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband