Mýs og menn
15.1.2009 | 23:15
... var að keyra að norðan seinnipartinn í dag í myrkri... lenti nokkrum sinnum í því að mýs voru hlaupandi um á veginum... reyndi af fremsta megni að láta þær fara á milli hjólanna... ég fór að pæla í því af hverju þær voru að hætta lífi sínu með því að hlaupa um á þjóðvegi númer 1 og það um hávetur... af hverju voru þær ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið og hafa það kósý með fjölskyldunni... fór síðan að hugsa; hvað skildu margar hagamýs búa í landinu... er einhver sem að skráir það og gerir músatalningar?
Músamálaeftirlitið, MME... held það geti verið skemmtilegt jobb að fara upp á heiðar um hávetur og telja hagamýs... sé mig í anda með aðstoðarmanni mínum sem mér finnst að ætti að heita Jónmundur og vera með þykk gleraugu...
.
.
Jónmundur er með skýrslublaðið. Ég kem auga á mús... ein segi ég lágt... Jónmundur skrifar 1 í skýrsluna og hvíslar á mót; karl eða kona? Karl, segi ég strax, því ég var búinn að læra að þekkja kyn hagamúsa í doktorsnámi mínu í The London House of Mouse... Jónmundur krossar við karl á eyðublaðinu...
Svo gerist ekkert... við sjáum ekki fleiri mýs... tjöldum okkar jöklatjaldi og hitum okkur kakó... Jónmundur er alltaf með kringlur með sér og sviðakjamma... ég er með kalda kjúklingaleggi og Burtons Homeblest, gott báðum megin, í eftirmat... við skríðum ofan í svefnpokana eftir matinn...
Af hverju er karlkyns köttur kallaður högni og kvenkyns köttur læða? spyr Jónmundur... Hann er enn með lambhúshettuna grænu sem hún Laufdís frænka hans gaf honum þegar hann varð fimmtugur...
Af hverju heitir ekki karlkyns mús bara lögni og kvenkyns mús snæða hélt Jónmundur aðstoðarmaður minn áfram... Jónmundur, lestu bókina sem þú komst með, svaraði ég, því Jónmundur gat talað út í það óendanlega þegar hann byrjaði.
Ég lokaði augunum og reyndi að sofna... eftir langa stund sagði Jónmundur, vonandi finnum við aðra mús á morgun... já Jónmundur ég vona það líka svaraði ég...
Ég lá smá stund vakandi eftir þetta og hugsaði; Mikið rosalega getur þetta verið stressandi starf...
.
.
Athugasemdir
Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að þú værir að skálda! En vitanlega semur enginn bull sem hefur gengið í The London House of Mouse!!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:19
. Låttu ekki eins og thú sért ekki tharna, ég sé thig vel!
Gulli litli, 15.1.2009 kl. 23:29
Var Magnús formaður Músavinafélagsins ekki að dúlla sér með ykkur?
Marta Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:30
Hagstofa Músa!
Meina... ef það eru til manntöl... hví ættu ekki að vera til ... músatöl?
Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:42
Ertu maður eða mús ?
Anna Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 08:50
Takk fyrir innlitið gott fólk.
Hrönn; Allar mínar sögur eru sannar nema að þær séu lýgi.
Gulli litli; Músaræksni, nú hefur þú aftur leikið á mig.
Marta; Það var maður í hettuúlpu upp á hól, við buðum honum ekki í tjaldið.
Einar; Músatöl eins og dagatöl m-einar þú?
Anna; Er ég maður eða mús?; Já það er ég.
Brattur, 16.1.2009 kl. 21:00
Já, akkúrat, það er það sem ég m-einar!
Eða, nei. Svona ... músatöl, telja mýs. Ekki músatöl eins og telja daga....
:-)
Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.