Froskurinn

... einu sinni var froskur í tjörn... hann var bara svona að dúlla sér einn daginn, hafði ekkert sérstakt að gera... hoppaði á milli laufblaðanna og sagði kvak kvak...

... sér hann þá ekki allt í einu að prinsessa kemur gangandi í átt að tjörninni... hann fékk sting í litla froskahjartað sitt... mikið rosalega var hún falleg... hann lagðist á laufblað og horfði á hana í dáleiðslu...

Prinsessan stóð við bakka tjarnarinnar, hún tók ekki eftir frosknum... hún beygði sig niður og fyllti hendur sínar af vatni og baðaði andlitið...

... froskurinn hugsaði; kannski er ég prins í álögum?... ég verð að fá að kyssa hana... en hvernig á ég að gera mér vonir um að hún vilji kyssa grænan slímugan frosk?

Hann hoppaði nær henni og sagði eitt litið kvak... Prinsessan fagra leit upp og sá hann... nei, sæll fallegi froskur sagði hún... froskurinn fann hvernig fiðrildin flögruðu um maga hans; hún sagði að ég væri fallegur... komdu til mín og leyfðu mig að sjá þig betur... froskurinn fór alveg til hennar... Prinsessan beygði sig niður til að kyssa hann... froskurinn setti stút á munninn og ranghvolfdi í sér augunum...
.

 frog-prince

.

Við kossinn varð mikil sprenging... froskurinn fann hvernig hann stækkaði og stækkaði... já, ég er prins í álögum kallaði hann... Prinsessan rak upp skaðræðisóp og hljóp í burtu. Hvað er að, hugsaði froskurinn. Ég hélt hún myndi elska mig að eilífu þegar ég væri laus úr álögunum.

Hann snéri sér við, leit í spegilmynd sína í vatninu... hann hrökk við og öskraði líka... hann var orðinn Valgerður Sverrisdóttir.
.

1467625_10-valgerdur

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þessi fer í bókina. kv.

Bergur Thorberg, 13.12.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: kop

Þetta hefði nú getað verið verra.

Pældíðí ef hann hefði orðið Vein Rúní.

kop, 13.12.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Aaaaaaaarrrrrg!!!!...ég hefði líka hlaupið laaaaangt frá þessari martröð...!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband