Að nýta tímann
6.11.2008 | 22:12
... öll vitum við að tíminn er dýrmætur... eftir því sem ég eldist verður hann mér dýrmætari... það er talað um að við sóum tímanum ef við erum að gera eitthvað ómerkilegt eða jafnvel að við drepum tímann þegar við erum að dunda okkur við eitthvað meðan við bíðum.
Það er í sjálfu sér allt í lagi að hangsa í frítímanum... vera latur... hvílast... það er ekki sóun.
Svo getum við nýtt tímann vel.
Indíánarnir spurðu hvíta manninn þegar hann var alltaf að líta á klukkuna... af hverju eruð þið alltaf að líta á klukkuna? Tíminn er það eina sem nóg er til af.
.
.
Það getur vel verið rétt hjá indíánunum... en okkur, hverju og einu er skammtaður ákveðinn tími... til allrar lukku vitum við ekki hve mikill hann er, tíminn sem okkur er úthlutaður... myndum við lifa öðruvísi ef við vissum nákvæmlega hvenær við yfirgæfum þessa jarðvist? Já, það er möguleiki... en svo væri komið að síðasta deginum okkar... hvernig vildum við verja honum? Ég held að flestir myndu svara; Hjá þeim sem mér þykir vænst um.
En ef það væri svo komið að síðasta degi þess sem okkur þykir vænst um? Jú, við myndum gera allt, nákvæmlega allt fyrir þá manneskju þann dag. Við myndum kalla það besta fram í okkur og vera óendanlega góð.
Ég held ég sé að reyna að segja; reynum að vera þeim sem næst okkur standa óendalega góð á hverjum degi... eins og þetta sé síðasti dagurinn sem við fáum að njóta samvista við þau.
Nýtum tímann vel.
.
.
Athugasemdir
hehe... Helena... þú sagðir það fyrir mig... mér fannst ég hljóma svolítið eins og prestur í þessum pistli... Séra Brattur... hljómar ekki illa...
Brattur, 6.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.