Lang bestur
2.11.2008 | 11:32
... Ferguson er náttúrulega algjör snillingur... og skemmtilegur er hann þegar hann er í þessum ham... hann lætur engan eiga neitt inni hjá sér... og húmorinn í lagi...
Margir andstæðingar M. United hafa skotið fast á hann og kallað hann elliæran vitleysing, hann sé búinn að vera o.s.frv. Ferguson lætur hinsvegar verkin tala á stigatöflunni...
.
.
Annars líst mér rosalega vel á liðið... leikurinn í gær við Hull var mjög góður og hefði alveg eins geta farið 11-0 eins og 4-3 ... uppskera gærdagsins fín... sigur hjá United, Liverpool og Arsenal tapa og Ísland með gott jafntefli á móti Noregi í handboltanum.
Er alveg handviss um að Manchester vinnur titilinn heima fyrir. Liverpool eiga eftir að fara á taugum og hafa ekki nógu góðan mannskap, hef ekki áhyggjur af Chelsea... vantar allan karakter í það lið og Arsenal virðist þegar í vandræðum.
Vissulega fer að styttast í ferilinn hjá Ferguson... þá fyrst fer maður að hafa áhyggjur af framhaldinu... það verður ekki auðvelt að taka við af honum... vildi helst sjá fyrrum United mann taka við t.d. Mark Hughes...
En meðan kallinn er enn ferskur og hinn frægi hárblásari hans fer endrum og eins í gang, er ég áhyggjulaus.
.
.
Ferguson tilbúinn í slag við Real Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
flott blogg
nice (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:55
1. Chelsea 11 8 2 1 27:4 26
2. Liverpool 11 8 2 1 16:8 26
3. Man.Utd. 10 6 3 1 19:8 21
4. Arsenal 11 6 2 3 23:12 20
5. Aston Villa 10 6 2 2 19:12 20
6. Hull 11 6 2 3 17:18 20 Þú segir að Ferguson láti verkin tala á stigatöfluni... Já, það er rétt hjá þér. Hann er með eitt stig í plús á nýliða Hull City ;)
Jónþór Eiríksson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 13:50
... sko JónÞór... við félagarnir... Ferguson og ég, vitum báðir að það er bara nóvember núna... sendu mér töfluna aftur í maí... svo eigum við einn leik inni sem eru 3 örugg stig á móti Fulham... ekki gleyma að senda mér töfluna aftur í maí...
Brattur, 2.11.2008 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.