Flæmingi

Þetta er þátturinn; Hvernig verða orðbrögðin til.

Hlustendur verða líklega klumsa og segja við köttinn sinn; Gauti, hvað meinar hann með orðbrögð?

Jú, orðbrögð eru brögð orðanna. Hvernig þau raða sér saman og mynda skemmtilegar meiningar, verð brögðótt. Sum orðbrögð verða fleyg og eru notuð kynslóð fram af kynslóð.
En oftast vitum við ekkert hver byrjaði að nota þau. Ég hef stundum komið með dæmi um slíkt, þ.e. frásögn af því þegar orðbragð var notað í fyrsta skiptið.

Einu sinni var strákur sem alltaf gekk með sólgulan stráhatt, strákurinn hét Dufri. Hann var á gangi rétt hjá fjalli sem alltaf var kallað Kúfurinn. Hann var að blístra lag eftir Franz Liszt þegar hann allt í einu er umkringdur Turnálfum.

.

 music-notes1.jpg3a9330ca-9cce-4552-856c-8b9e453475bcLarge

.

Turnálfarnir kalla hver í kapp við annan... okkur langar í hattinn... gefðu okkur hattinn... við viljum eiga hattinn. Dufri litli var ekki á því að láta Turnálfana fá hattinn sinn góða en hann var umkringdur og komst ekki neitt. Álfarnir færðu sig nær og nær og voru alveg komnir að honum, þegar kallað er ; Dufri litli taktu í kaðalinn... Dufri lítur til himins þaðan sem röddin kom og sér þá vinkonu sína hana Baldínu, þar sem hún veifar til hans úr loftbelg, dökkrauðum. Dufri nær í kaðalspottann og svífur til himins með það sama.

Turnálfarnir urðu alveg gáttaðir og kölluðu hver upp í annan; hann fór undan í flæmingi, hann fór undan í flæmingi.

En eins og allir vita þá þýðir flæmingi loftbelgur á Turnálfamáli.

.

 balloon_header

.

Þá vitið þið það hvernig orðbragðið; að fara undan í flæmingi varð til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Já, Akkúrat! :-)

Einar Indriðason, 26.10.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: kop

Verst þegar Flæmingjarnir taka alla peningana og svífa á suðrænar slóðir.

kop, 26.10.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta segir sig svotil alveg sjálft ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég held nú að flestir viti þetta... en veistu hvaðan orðtakið - að liggja einsog gormur á ull- er komið?????

Guðni Már Henningsson, 26.10.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Brattur

Nei... Guðni Már, það veit ég ekki... en nú fer ég að rannsaka málið...  ... og birti skýrslu síðar...

Brattur, 26.10.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: kop

Hey, ég skal taka þetta með gæfuna.

Þekki gæfusmið, hann heitir Hver, ég þarf bara að teikna gæfuna og hann smíðar.

Þið getið byrjað að senda inn pantanir.

Gæfa fyrir alla.

kop, 27.10.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Brattur

... já, eru þeir ekki bræður Hver, Hvor, Hvaða og Hvílíkur... en Hver er eini smiðurinn í fjölskyldunni... hinir eru allir lögfræðingar...

Vörður... gæfan er sjaldgæf... ef þú skildir finna´na í öllum bænum grípt´ana...

Brattur, 27.10.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott partýlag :) Kónguuur um stund........

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband