Jimi

Mér datt í hug í atvik í skóla þegar ég var unglingur og varð leiður á náminu og ætlaði að hætta í skóla. Skólastjórinn minn var Kristinn G. Jóhannsson myndlistamaður með meiru sem nú er búsettur á Akureyri.
Oft geta lítil atvik haft varanleg áhrif á mann og verið manni gott veganesti út í lífið.

Hann spjallaði við piltinn og sagði m.a. við hann þessi orð;

Ætlar þú að verða einn af þeim sem alltaf gefst upp?

Ég hrökk við og spurði mig sömu spurningar... og svaraði sjálfum mér í hljóði;

Nei ég ætla ekki að verða einn af þeim.

Þetta ljóð varð svo til löngu síðar:

Veganestið.

Hann horfði íhugull
yfir gleraugun sín
litli skólastjórinn
með upprúllaða skeggið
og spurði lífsleiða nemandann sinn
með Jimi Hendrix hárið

Ætlar þú að verða einn af þeim sem alltaf gefst upp?

Það færist glott
yfir reynsluríkt andlit mannsins
sem eitt sinn var lífsleiði nemandinn
þegar hann rifjar þetta upp

Hann veit að þessi orð
fengu hann til að þrauka

lengur en
Jimi

.

 lulu_hendrix

.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Svalt...

Gulli litli, 8.8.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband