Get

Nú hefst þátturinn Íslenskt mál:

Hef oft pælt (slettuorð) í litlum orðum... gaman að taka þau og skoða frá ýmsum sjónarhornum.

Í dag tökum við fyrir orðið "get". Hvað get ég gert?  Það er bara lítið saklaust orð... getur ekki gert mikinn óskunda, skyldi maður halda.

En svo fara skrítnir hlutir að gerast þegar við förum í þátíðina. Hvað gat ég gert. Þarna er allt í einu komið gat, hola í málið.

Og hvað er gat? Jú, hola eða jarðgöng til dæmis. Hvernig gat þetta eiginlega gerst? Við vorum bara í sakleysi að ræða orðið get og allt í einu erum við komin ofan í jarðgöng... og þegar maður talar um jarðgöng, hvað dettur manni fyrst í hug, jú Árni Johnsen og draumur hans um göngin til eyja. Og þá erum við komin til Vestmannaeyja og þá dettur maður fyrst í hug Lundi. Og hver er léttur í lundi hmm ég get verið léttari en lundi... en sjáið þið bara hvað gerðist, nú er get komið aftur í umræðuna löngu eftir að við vorum hætt að hugsa um það...

Þetta leiðir að þeirri niðurstöðu; að allt fer í hringi... byrjar á sama stað og það endaði.

get ég ekki meira að þessu sinni... þættinum er lokið.

.

large_HEARTRUN1

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þættinum hefur borizt bréf.... frá konu á Suðurlandi! Hún spyr hvort einhver muni eftir merkingu sagnarinnar 'að geta' nú þegar tíðkast að geta ekki....

Við gætum svo gizkað á það ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Brattur

Við þökkum konu á Suðurlandi fyrir bréfkorn hennar...

... nú að geta eða geta ekki hefði Seikspír sagt og ég er bara sammála honum...

Brattur, 7.8.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ja, ef ég hálfget eitthvað, erum við þá komnir með hálft gat? Hvað er það?

Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef ég gæti, gætilega gatað fyrir gatið, (til dæmiz til Ólafzfjarðar), gæti þá verið gatað fyrir gatið af getulítilli getu ?

Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Brattur

... hálft gat er svipað og hálf hola... ég hef grafið slíka...

... það þarf að stækka gatið til Óló, Steingrímur... ekki fylla upp í það....

Brattur, 7.8.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Geta, gat, gutum, gotið....... Já, það fer allt í hring, hvernig sem litið er á málið.

Marta Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband