Fyndinn draumur?
11.6.2008 | 20:27
Mig dreymdi að vekjaraklukkan mín væri biluð... í draumnum var hún svona gamaldags, dökkblá sem argar þegar hún hringir... (á ekki svona klukku í raunveruleikanum)...
Nema hvað, í draumnum hringdi ég í klukkuviðgerðarmanninn... hann kemur og skoðar gamla klukkuverkið og kveður svo upp sinn dóm.
.
.
"Hún er biluð", sagði klukkuviðgerðamaðurinn... og hvað kostar að gera við spurði ég þá...
Fjórtán þúsund og sexhundruð krónur, svaraði geðþekki viðgerðamaðurinn... en hvað kostar þá ný klukka, spurði ég til að finna út hvort það myndi ekki bara borga sig að kaupa nýja.
Ný klukka kostar fimmtán þúsund krónur, svaraði klukkukarlinn.
Ég ætla að fá nýja, sagði ég þá... en þá móðgaðist viðgerðamaðurinn (því þá fékk hann ekki að gera við klukkuna og það er jú hans vinna og áhugamál) og sagði með þjósti... allt í lagi, en þú mátt ekki nota hana fyrr en eftir mánuð...
.
.
Og þá byrjaði það, ég skellti uppúr og hló, féll á gólfið og hreinlega grét úr hlátri... þvílíka vitleysu hafði ég aldrei heyrt... ég emjaði og veinaði... ógeðslega fyndið hahahaha... viðgerðamaðurinn lét sig hverfa og skildi mig einan eftir í þessu mikla hláturskasti...
Og þannig endaði draumurinn... ég vaknaði skellihlæjandi í rúminu og fannst þetta ennþá voða fyndið... svo fór ég að segja frá draumnum en þá virkaði þetta bara ekkert fyndið...´
Var þetta fyndið ha?
Ég hef greinilega öðruvísi húmor sofandi heldur en með fullri meðvitund.
Athugasemdir
Jamm! Allt annan húmor sofandi....... Mér fannst þetta samt frekar fyndið ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 21:07
Hehe við Hrönnsla erum greinilega með skerta meðvitund, mér fannst þetta líka fyndið !
Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 21:59
Úff... það var nú gott að heyra að ég er ekki búinn að missa húm-horinn... hélt ég hefði skolað honum niður með tannburstunni í morgun... sjúkk maður...
Brattur, 11.6.2008 kl. 22:43
hahaha já ég hló allavega upphátt
Íris Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:44
:-D
(Hvað er eiginlega í vatninu ykkar Önnu?) :-)
Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 01:06
Held þetta sé ekki spurning um vakandi eða sofandi "húmör" Brattur minn. Þetta er einfaldlega staðfesting á því að þú ert hættulega nálægt því að gerast almennur neytandi (færi betur ef við værum öll Nei-Tendur, en það er annað mál og allt of langt til að troða inní einn svigaræfil) Semsagt, þú ert að verða eins og við flestöll hin. Kaupum klukkur og annað glingur og um leið og þetta fánýta prjál bilar, hendum við því og kaupum nýtt í staðinn. (Áhyggjuefni að þig skuli verið fara að dreyma þetta á nóttunni, verð að segja það) Svo undrum við okkur á því að ekki skuli útskrifast úr og skósmiðir lengur! Hvern fjandann eiga þessir ræflar eiginlega að gera við, ha? Bara spyr. Húmorinn þinn virðist annars enn í góðu lagi og gott að heyra og sjá að fleiri efist um eigið ágæti í þeim efnum, en ég. Gætir þú annars snarað léttri færslu með útskýringum á orðatiltækinu" Að bera kvíðboga fyrir þessu eða hinu" á síðuna hjá þér innan ekki svo langs? Er nefnilega ekki alveg með á hreinu hvort þetta á að vera Kvíð eða Kviðbogi og finnst einhvernveginn eins og það skipti töluverðu máli að fá úr þessu skorið.
Halldór Egill Guðnason, 12.6.2008 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.