Farin í frí

... jæja, þá erum við að fara í brúðkaupsferðina langþráðu... en eins og sumir kannski muna þá er þetta annarra manna brúðkaup, við förum bara með sem öryggisverðir og skemmtikraftar

Ég hef aðeins verið að kynna mér land og þjóð og veit m.a. að það er þjóðflokkur sem býr í Sinai eyðimörkinni sem kallast Sandalar... fróðlegt... Sandalarnir eru ekkert sérstakir í fótbolta... skora bara eyðimörk...

.

aboriginal_people_photo

.

Veit einnig að það er hættulegt að panta sér desert á veitingastöðum... maður fær bara sandhrúgu á diskinn..

Það verður örugglega líka gaman að synda í Rauðahafinu. Þar eru víst engir hákarlar, ég er satt best að segja skíthræddur við hákarla..

Hótelið sem við verðum á heitir Hótel Shark.

.

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah góða ferð og góða skemmtun og komdu heill heim. Ég kem til með að sakna ykkar

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góða ferð og skemmtun, ykkar verður sárt saknað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Brattur

Takk fyrir góðar kveðjur, gott fólk... Ægir... sérstakar þakkir... en ætli maður stundi bara ekki fluguveiðar í eiginlegri merkingu þess orðs... eða renni kannski fyrir fisk í Rauðahafinu... ekki þýðir að veiða í Dauðahafinu... eins og skáldið sagði;

Dauðahafið er dautt, en engin veit hver drap það...

Brattur, 11.5.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tekurðu ekki norskt rommý með?

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 01:32

5 Smámynd: Einar Indriðason

Góða ferð og góða skemmtun.

Einar Indriðason, 12.5.2008 kl. 03:32

6 Smámynd: Ragnheiður

Góða ferð hehe

Ragnheiður , 12.5.2008 kl. 11:01

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða ferð og skemmtu þér vel... ekki gleyma að fara á arabar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 15:17

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða ferð og skemmtun! Gaman verður að fá sögurnar, þegar þið komið til baka!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:36

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Góða ferð og enn betri heimkomu

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.5.2008 kl. 22:33

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vertu í sandölunum. Hákarlar hata sandala

Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 10:38

11 identicon

Njótið ferðarinnar og góða ferð heim aftur.  K.kv. Edda.

Edda (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband