Snigillinn

Einu sinni var flygill

uppi á honum var snigill

þá kom þar að íslenskur hani

en það var hans ljóti vani

að borða litla snigla

og ost sem var að mygla

og drekka glas af víni

með stóru ljótu svíni

þessa nótt þeir drukku

rauðvín úr sultukrukku

og gleymdu að éta snigil

sem spilaði á flygil

.

 snail

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hani, krummi, hundur, svín
helltu í sig víni
Sumir gerðu stólpagrín
en snigill sat á líni..............

......... og spilaði Mozart uns hann dó.

Anna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð klikk

Kannski þess vegna sem þið fallið svo vel í minn hóp? 

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Brattur

Anna... þú ert snigillingur...

Hrönn... velkomin í Klikk-hópinn... eða erum við velkomin í hann... huh... skiptir ekki máli... Klikk hópurinn klikkar aldrei... er það ekki bara fínt kjörorð?

Brattur, 7.5.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur er samt aðeins meira klikk en ég....... en það er ekki að marka.  Hann hefur haft fleiri ár til að æfa sig. 

Anna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta er fínt kvæði, dýrt kveðið og .. já... rímar! :-)

Einar Indriðason, 8.5.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.5.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband