Við Kleifarhorn

Gerði einu sinni ljóðabálk um æskuvin minn og ævintýri okkar
þegar við vorum strákar. Við brölluðum margt en eitt af því sem okkur
þótti skemmtilegast að gera, var að veiða silung.
Hér kemur fyrsti kaflinn i þessum bálki.

Við Kleifarhorn.

Það er júní
Það er nótt

vakna klukkan fjögur
klæða sig í skyndi

fram í þvottahúsi
bíður veiðistöngin
klár í slaginn
stinga sér í strigaskó
hnýta reimar
rjúka út

hnusa út í loftið
veiðilykt í andvaranum

þú vinur minn
tilbúinn við hliðið
eins og um var samið
ekkert talað
báðir æstir
báðir ungir

hjólað á fullu
út í Kleifarhorn
hlaupið
á fjörusteinum
út að Klettunum

háflæði
sjórinn útblásinn
eins og ófrísk kona;
fullur af lífi

og við báðir
þráðum að kasta út
finna silunginn
taka blinkið
kippa í
sveigja stöng
strekkja línu

sjá' ann stökkva
draga að landi
blóðga
rautt kalt blóð
litar hendur
ilmar betur
en nokkur rós

og við svo sælir
og við svo ungir
og við


svo miklir veiðimenn

.

 800px-Midnight_Sun_in_Itivdleq_fjord

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta

Guðni Már Henningsson, 6.5.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 er að melta málið

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.5.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband