Allt í móðu

Ég velti stundum vöngum á sunnudögum. Byrja um leið og ég vakna og velti vöngunum um allt hús.
Vangarnir hafa mjög gott af því... verða rjóðir og útiteknir, þrátt fyrir að fara ekki út úr húsi. Svo verða gólfin svo skínandi hrein og gljáandi á eftir. Endilega prufið að velta vöngum.

En heilinn er ekki vaknaður ennþá og minnið sefur vært við hlið hans.

Ég læt því nægja að birta hér vísu eftir M.Hannesson, sem útskýrir
ástandið á mér.

Með stírur í augum ég sit
sötra morgunteið mitt góða
hvar er nú mitt mikla vit?
milli eyrnanna bara móða.

.

050215thebox

.

Stundum þarf maður að hoppa upp úr hulstrinu og horfa á heiminn með öðrum augum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er skoðanasystir þín. Hugsa stundum á sunnudagsmorgunum akkúrat þessa hugsun: hvar er nú mitt meinta mikla vit?

Sunnudagsmóðukveðjur til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur verið tengt aldri og skertri sjón gæskur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband