Ég fór á trampólín
15.4.2008 | 20:05
... ég fór út í vorblíðuna á sunnudaginn og skellti mér upp á trampólín... ég er svosem ekkert vanur trampólínhoppari... en þetta virtist auðvelt þegar ég horfði á krakkana sem svifu eins og músarindlar yfir trampólíninu...
já, það var vor í lofti og ég var í lofti - hoppaði af mikilli list... fyrst ekkert rosalega hátt... svo aðeins hærra og hærra... og miklu hærra... Jíííííííííííííí
.
.
....þegar maður hoppar upp í loftið þá er eitt sem gerist alltaf... maður kemur niður aftur... og þegar ég kom niður í eitt skiptið... var eins og það hefði komið mér á óvart... ahhh....... bakið maður... það kom þessi ferlegi slinkur á bakið og ég var úr leik...
....staulaðist niður af trampólíninu og inn í rúm... hvar ég gat hvorki legið né setið og hvað þá staðið...
Nú er ég enn með aumt bak og ekki neitt sérlega brattur...
Fólk varð mjög hissa þegar ég sagði hvað hafi komið fyrir mig...
... Veistu ekki að trampólín er fyrir börn?...
Nei, ekki vissi ég það... það stóð ekki neitt um það í leiðbeiningunum...
Það sem ég lærði hinsvegar af þessu var...
Ég er barn í anda... bakið er örlítið eldra...
Athugasemdir
Hehe æj æj ...maður verður að muna að barn í anda er ekki sama og barn í líkama.
Farðu vel með þig. Myndin af þér þarna er góð, minnti samt að þú værir ekki svona roa gulur en jæja...
Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 20:08
Ég á erfitt með að hemja mig þegar ég sé trampóín, mig langar svo að stökkva í miðjan hringinn og hefja hopp
Ætli ég geri það ekki bara næst! Úr því að þú fórst þá get ég það!! Ekkert að mínu baki..........ekki enn
Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 22:32
Andinn er reiðubúinn, en holdið er veikt ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:38
Þú þarft greinilega að koma upp teygjustökkskrana með teygjustökksteygju í, til að dempa fallið.
Einar Indriðason, 16.4.2008 kl. 01:18
Farðu vel með bakið á þér Brattur minn og láttu þér batna sem fyrst. Þú verður að standa sperrtur og fínn með stöngina í sumar. Ekki gengur að skrönglast um eins og hálfopinn vasahnífur. (Held að standi í leiðbeiningunum með mínu trambólíni að það sé helst ekki ætlað fullorðnu fólki, en kannsi er ég með aðra tegund en þú?)
Halldór Egill Guðnason, 16.4.2008 kl. 09:01
Þetta er vont gæskur
Teygja vel en varlega gamli.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.