Skrekkurinn

... Var á gangi í sakleysi mínu útí í skógi... sé ég þá ekki hvar liggur Skrekkur í reiðuleysi á bak við mosaklæddan  stein...

Og mig sem alltaf hafði langað svo mikið til að eignast Skrekk... ég horfði í kringum mig, hlustaði eftir hljóðum í skóginum... ekkert heyrðist... nema söngur rauðbrystings í fjarska...

Ég teygði mig í Skrekkinn og tók hann varlega upp... hélt á honum fyrir framan mig og dáðist að honum... hjartað mitt hoppaði af gleði... hann var svo fallegur...

En þá allt í einu heyri ég að rauðbrystingurinn var hættur að syngja... ánamaðkur skreið í skyndi undir fölnað laufblað...

Ég mundi eftir málshættinum; "Þegar rauðbrystingurinn hættir að syngja, ekki syngja"

.

 4541~Red-Bird-Posters

.

Ég hélt því niður í mér andanum og sperrti eyrun... skrjáf í laufblöðum stutt frá mér... ég stakk Skrekknum undir peysuna, girti hana í buxurnar og herti að beltið...

Sá ég þá ekki hvar endi á stiga kemur í ljós milli trjáa... fleiri og fleiri stigar birtust... hjartað í mér var hreinlega komið upp í háls... og vildi að ég hlypi af stað... og það geri ég öskrandi.

STIGAMENNNNNNNNNNNN..................................

.

 aldradir_stigi

.

Ég hljóp  eins og fætur toguðu í gegnum skóginn í átt að sléttunni... ef ég næði þangað þá vissi ég að ég væri hólpinn... vissi að Stigamenn fara aldrei út úr skóginum...

Þeir hlupu á eftir mér og skræktu og veinuðu svo sveið í eyrun... stigaendi slóst í afturendann á mér og ég hélt að leikurinn væri tapaður... en þá allt í einu opnaðist skógurinn og sléttan blasti við...

Ég hljóp samt áfram aðeins lengra, stöðvaði og leit til baka... þarna stóðu Stigamennirnir ógurlegu, fýldir á svip í skógarjaðrinum og steyttu stigum...

En ég, snéri við þá baki og hélt mína leið... hrósaði happi, hjartað hafði sigið niður á sinn stað, ég var hamingjusamur...

Ég hafði sloppið með Skrekkinn...

.

 300px-Taxus_wood

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

já, þú segir það Erlingur... mikill heiður... en hmmm... var ég eini keppandinn?

Brattur, 14.4.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahahah sloppið með Skrekkinn........

....en varstu einhvern tíma búinn að finna út þetta með babbið? Búin að velta því lengi fyrir mér. Var komin á það að hoppa um borð í bát í Höfninni og heimta að mér yrði sýnt babb en guggnaði á því - óttaðist að mér yrði sýndur bibbi....

Fólki er svo mislögð heyrn! 

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Feginn að þú fannst ekki Boru Brattur..

Guðni Már Henningsson, 14.4.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sem þér dettur í hug! Þetta er ótrúlega skemmtilegt... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Got að vita af Skrekknum "heilum á húfi". Varstu annars búinn að taka á því orðatiltæki Brattur minn? Eins og Hrönn (undir rúmi) kemst svo snilldarlega að orði, þetta með Babbið eða Bibbann. þAÐ ER EIGINLEGA MJÖG "BRÝNT" AÐ "LEYSA ÚR" ÞVÍ MÁLI, SVO SUNNLENSKAR YNGISMEYJAR FÁIST TIL SIGLINGA Á NÝ ÁN HEYRNARMISLAGNINGA.

Annars nýkominn úr svakaferð til Rússlands, þar sem laxinn merst undan fótum manns í hverri sprænu og urriðinn nánast hoppar oní vasann á manni. Brattur.: Þó ég reyndi eins og ég gæti, myndi mér aldrei takast að segja þér eina einustu sögu úr ferðinni öðru vísi en að þú segðir mig annað hvort ljúga eða stórlega ýkja. Restina verðurðu bara að eiga við lögfræðinginn minn. "Viltu annars ræða þetta eitthvað frekar", ha?

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2008 kl. 01:52

6 Smámynd: Brattur

... Halldór, "heilum á húfi"... verður tekið fyrir fljótlega... sagan um Babbið var komin og er Hér.

Endilega segðu sögur frá Rússlandi, en gefðu mér upp gemsa númeri hjá lögfræðingi þínum í leiðinni... svona bara til vara...

Brattur, 15.4.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skrýtið að þú skyldir ekki verða hræduur við skrekkinn!

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:11

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er á blogg rúnti og vill bara láta þig vita að ég er búinn að lesa... alla leið hingað

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband