Allt eða ekkert
13.4.2008 | 11:53
Þetta verður hörkuleikur í dag; United mun spila sinn leik "Allt eða ekkert" kerfið sem Alex Ferguson hefur innprentað í leikmenn sína alla tíð.
Verður fróðlegt að sjá hvort Rooney og Ronaldo verða ekki ferskir, þar sem þeir voru hvíldir í leiknum á móti Roma í vikunni.
Ég held að Arsenal leikmennirnir mæti mjög grimmir til leiks og þessi leikur verði harður.
Það er engin spurning að vörn United er ekki eins öruggt þegar Vidic vantar og Ferdinand hefur verið hálf meiddur.
Rosalega gaman að sjá hinn 19 ára Anderson spila... sá á eftir að verða góður.
.
.
En sókn er besta vörnin svo vonandi verður boltinn Arsenal megin megnið af leiktímanum.
Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég hallast að 2-1 sigri minna manna, þ.e. Manchester United.
Það kæmi mér þó ekkert á óvart ef sigurinn yrði stærri 3-1 eða jafnvel 4-1... en nú er ég kominn hátt á flug í óskum og væntingum og farinn að rifa upp í huganum 6-1 sigurinn forðum.
.
.
Að duga eða drepast fyrir Arsenal á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spurning hvort Neville kemur í vörnina, Þá held ég að við séum bara í góðum málum.
Víðir Benediktsson, 13.4.2008 kl. 12:10
já, Neville er miklu betri en t.d. Brown að koma upp sóknina og með fínar fyrirgjafir...
Spurning hvort hann er ekki ryðgaður kallinn eftir 13 mánaða fjarveru?
Brattur, 13.4.2008 kl. 12:31
Ég verð alltaf dauðþreytt að horfa á Anderson, hann er þindarlaus, drengurinn. Góður, gerir sín mistök og á slæma daga, en hann er upprennandi stjarna ef hann heldur vel á spöðunum.
Ég ætla að fara í bjartsýniskast og spá 3-1... (3-0 til vara)
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.