Bein eða óbein

... stundum skil ég bara ekki íslenskuna... frekar en ég skil sjálfan mig, sérstaklega á ég erfitt með að skilja mig eftir að ég hef borðað of mikið af þurrkuðum banönum... verð þá eitthvað svo þurr í munninum og þvoglumæltur... á verulega erfitt með að skilja mig þá...

.

banana-chips

.

En aftur að íslenskunni... við segjum "línan er bein" ef hún er bein... um það er ekki hægt að deila...

En af hverju eru bein ekki bein... ég bara á erfitt með að skilja það... bein eru óbein....

Í skrokknum á mér eru því engin bein... bara óbein og slatti af þeim...

 .

pile-of-bones-layers

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla byrja á því að segja: hahahahahahahahahahahahaha

og síðan langar mig að segja þetta: Ef þú hefðir kennt mér Íslensku - þá myndi ég aldrei skrifa vitlaust... ég hefði skemmt mér konungslega við að læra þetta skrýtna tungumál. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

- já, erfitterðetta -

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mín bein eru beinlínis bein, en bananar beygjast í öllum föllum nema hrakföllum, niðurföllum & einstaka óvirkjuðum & því óvirkandi vatnsföllum.

Steingrímur Helgason, 11.4.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

banani , banönum, bönunum, banananum, bana banana...

Guðni Már Henningsson, 11.4.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Brattur

bönununum.... er það í hrakfalli?

Brattur, 11.4.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

REYKINGAR BANNAÐAR eða REYKTIR BANANAR?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband