Kexruglaður í frönsku byltingunni
10.4.2008 | 21:10
... að vera kexruglaður virðist í fyrstu vera einkennilega orðað, en hefur miklu dýpri merkingu en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér... alveg aftur til frönsku byltingarinnar.
Kem ég hér með skýringu af Vísindavefnum góða, en hér er verið að tala um frönsku byltinguna.
Þessi hótfyndni yfirstéttarinnar, að benda almúganum á að fá sér kex sem var munaðarvara, var eins og olía á eldinn og hrærði upp í lýðnum sem varð að lokum alveg stjörnuvitlaus og kexruglaður og tók til við að hálshöggva yfirstéttina með fallöxi, sem eins og flestir vita er stækkuð útgáfa af frönskum kexskurðarvélum en þær voru notaðar til að skera biskvíkökurnar sem eru stórar og ferhyrndar.
Mér finnst ég stundum vera kexruglaður, en ég held ég sé hættur við það.
Héðan í frá ætla ég bara að vera Súkkulaðiterturuglaður, því ekki langar mig að hálshöggva nokkurn mann.
.
.
Athugasemdir
skil hvað þú ert að fara, lesari góður Vissi þó ekki að fallöxin væri stækkuð mynd af kexskurðarvél og veit ég þó margt um það sem ég ekki þarf endilega að vita......
Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:13
Þá er ég líka Súkkulaðiterturuglaður
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 21:25
Ha, ha - Vinur minn sendi eitt sinn fyrirspurn á Vísindavefinn um hversu langur tími liið frá því að slökknaði á sólinni og þar til að allt líf væri búið. Hann fékk það skemmtilega svar að hann ætti ekki að hafa neinar áhyggjur það væri svo langt þangað til að hann yrði löngu dáinn. En hann var auðvitað alls ekki að spyrja um hvort að hann mundi lifa þann tíma.:-)
ej
ej (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.