Indriði líki
3.4.2008 | 20:07
... ég á tvífara... við þekkjumst bara af því að fólk er oft að taka feil á okkur...
Ertu bróðir hans Indriða, spyr fólk; nei ekki er ég það nú... svara ég jafnan...
...en eruð þið ekkert skyldir?... kemur þá á eftir...
... nei, ekki svo ég viti... svara ég... því ekki veit ég til þess en hef reyndar aldrei rannsakað málið ofan í kjölinn..
Ég kalla þennan tvífara minn, Indriða líka... veit ekki hvað hann kallar mig, "Brattur næstumþvíeins"?
... en orðið tvífari er svolítið skrítið orð... er það sá sem fer tvisvar í sömu sokkana, tvo daga í röð?... er þá einfari sá sem er aðeins þrifalegri og skiptir um sokka daglega?...
... tvífari getur líka verið sá sem kemur í heimsókn og fer aftur... einfari er þá sá sem kemur í heimsókn, en fer aldrei aftur....
... maður situr uppi með einfarann, en bara ef maður býr á tveim hæðum, skiljið þið...
Það er ekki hægt að sitja uppi með neinn ef maður býr á jarðhæð eða í kjallara...
... nei, bara svona að spá...
.
.
Myndin sem er hér að ofan er eina myndin sem tekin hefur verið af okkur Indriða líka saman
... sláandi líkir, ekki satt?
.
Athugasemdir
Hehehe þessi pistill er með þeim betri sem ég hef séð hehehehe
Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 20:15
Varð hugsað til undanfara Brattur, hlýtur að hvíla mikið á þeim fyrst þeir eru alltaf að fara undan einhverju, eða fara þeir undan í flæmingi kannski.
Og þó, það er víst í Hollandi og Belgíu held ég, Flæmingjaland.
Ruglar mann alveg í Ríminu að elta þig á andans vængjum, verð að hætta.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 20:25
Þú ert semsagt tvífari Indriði einnig saman hljótið þið að vera fjórfarar... getur það staðist?
Guðni Már Henningsson, 3.4.2008 kl. 23:05
... já, þarna kemur það, Guðni Már... mér fannst eitthvað vanta upp á þetta hjá mér...
Brattur, 3.4.2008 kl. 23:10
Að lesa það sem þú skrifar gefur mér sömu tilfinningu og þegar ég sá Matrix í fyrsta skiptið..
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.4.2008 kl. 07:08
Einfari fer bara í annan sokkinn og það sem verra er, hann kemur aldrei. Hann bara fer, eins og hinir fararnir.
Halldór Egill Guðnason, 4.4.2008 kl. 07:19
Ég er nú ekki frá því að ég hafi séð þennan Indriða tvífara þinn um daginn. Allavega líkur þer.
Anna Guðný , 4.4.2008 kl. 09:07
... ég er farinn að halda að ég eigi þrífara...
Brattur, 4.4.2008 kl. 12:46
Ég hef hvorugan ykkar hitt svo ég viti. Velti samt fyrir mér... hvor ykkar ætli sé líkari? Þú eða Indriði
Tófulöpp, 4.4.2008 kl. 15:14
Annars er ekkert víst þú líkist honum Indriða!
Tófulöpp, 4.4.2008 kl. 15:16
Skil ekki hvernig þú færð það út...
Meina... fólk var að rugla þér saman við BRÓÐUR hans var það ekki? Well, ég get ekki dæmt um þetta. Þekki þá bræðurna ekki.
Tófulöpp, 4.4.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.