Mallar, Gollar og Grommar

... aðeins meira um skrítin orð sem voru notuð á Ólafsfirði í denn... Bombólur, blink o.fl...

... mundi allt í einu eftir fleiri orðum... sem ég veit ekki hvort þekktust annars staðar á landinu líka...

Við strákarnir vorum oft að veiða hornsíli í krukkur... vorum mjög áhugasamir um allar fiskveiðar...

Stór, pattaraleg hornsíli voru kölluð "Mallar" ... vá maður sjáðu Mallann þarna hrópuðum við upp þegar stórt hornsíli synti hjá...

.

 hornsili

.

Veiddum líka oft á bryggjunum, þorsk, ufsa, silung, marhnúta og rauðmaga... einu sinni fékk ég hnúðlax... stór þorskur var kallaður Golli... svakalegur Golli er þetta... sagði maður...

.

 cod

.

Grámávur var kallaður Grommi... já, þegar maður lítur á þessi orð og fleiri sem ég hef áður nefnt, þá skil ég vel hve Ólafsfirðingar þóttu skrítnir þegar þeir komust í samband við umheiminn eftir opnun Múlavegarins...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir kansi að senda nokkur orði inn í þáttinn Orð skulu standa hjá Rúv.

ej.

edda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Neibb.  Alls ekki að senda orð inn í "Orð skulu standa".  En ef þeim væri boðið sæti, þá mætti kannski semja um það. 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Brattur

... já... verð ég þá ekki að senda í þáttinn... "Orð skulu sitja" , Anna?

Brattur, 2.4.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað ertu nú að bulla Brattur.    Það er enginn þáttur til sem heitir það. 

Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég vissi það..göngin voru mistök. Hefðum átt að láta þennan þjóðflokk þróast óáreittan, svona eitthvað fram á öldina. Ég meina, hvað ef ekki væri Brattur?.....?

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2008 kl. 00:32

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Orðin skapa manninn, maðurinn skapar orð

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.4.2008 kl. 05:36

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hefði átt að friða þennan þjóðflokk, væri lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna að sýna innfædda.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband