Er kominn með ættarnafn
30.3.2008 | 11:57
... var með smá pælingar í fyrradag um hvaða "ættarnafn" ég ætti að taka upp...
... nafnið Steinsnar fékk flestar tilnefningar... Steinsnar þýðir eins og fólk man kannski ,að ég er aldrei langt frá mér... eða bara svona Steinsnar í mesta lagi... á góðum degi...
Þannig að ef að einhver spyr mig framvegis; Ertu alveg frá þér, Brattur?... þá svara ég leiftursnöggt...
"Já, en bara svona Steinsnar"...
.
.
... þið spyrjið kannski, af hverju þarftu að svara leiftursnöggt, Brattur... þá segi ég við ykkur kæru hlustendur;
Af því að ég var einu sinni bakvörur hjá Leiftri... og þá spyrjið þið kannski; hvað er það nú?
Það er fótboltaliðið á Ólafsfirði, svara ég þá, og Ólafsfjörður er Steinsnar frá Dallas... (= Dalvík)...
Svona get ég notað nýja ættarnafnið mitt í djúpar umræður og heimspekilegar vangaveltur...
Annars voru mörg nafnanna sem þið stunguð uppá alveg frábær og getur meira en vel verið að ég noti þau öll... eitt ættarnafn í mánuði... skipti um til að hafa fjölbreytni...
Hér er svo mynd af Steinsnari eins og það lítur út í raun og veru:
.
.
Athugasemdir
Ég sný ekki aftur með það Brattur minn, að mér fannst Von Bratts tilkomumest...!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.3.2008 kl. 12:15
Ég ætlaði..
Ég er búinn að ver...
Hvað á ég að segja....
Læt næga að skrifa: hahahahahahahahahahahahaha
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 12:27
jiminn...mikið er eg fegin að hafa fengið mitt ættarnafn í arf...þetta er alveg hrikaleg pæling og úr mörgu að velja...hehehehe...Alltaf gaman að lesa skrifin þín Brattz...ég vil hafa það með Z ,er það ekki dáldið töff..?...
Agnes Ólöf Thorarensen, 30.3.2008 kl. 16:46
Brattur... Þú ert steinsnarruglaður! Og mikið ógurlega er ég glaður að sjá að ég er ekki einn um það :)
Tófulöpp, 30.3.2008 kl. 22:04
Takk fyrir hrósið Hr.Tófulöpp... ég hef gaman að skrítnu fólki... vonandi ert þú pínu skrítinn líka eins og þú segir...
Brattur, 30.3.2008 kl. 23:29
Ég LOFA því!
Tófulöpp, 31.3.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.