Hrollur
16.3.2008 | 14:27
... ég talaði aðeins um Glóruna í okkur í gær... nú er komið að öðrum heimilismanni sem er búsettur í okkur öllum og heitir HROLLUR...
Allir kannast við Hroll...hann hristir sig og hossar þegar við sjáum t.d. eitthvað verulega ljótt...
Hann skríður niður bakið og maður finnur fyrir miklum ónotum þegar hann mjakar sér undir húðinni...
Hrollur þolir heldur ekki kulda... þá hleypur hann eins og byssubrandur út um
allan skrokkinn á manni... og hann virðist bara vera alls staðar...
... í tánum í hnjánum og svo á milli herðablaðanna...
.
.
Hrollur getur líka látið vita af sér ef manni líður vel... þá fer um mann unaðshrollur...
Þegar Man. United spilar fallega sókn sem endar með glæsimarki... unaðshrollur...
Ég veit hvar Hrollur á heima í mér... hann býr á milli vinstri axlarinnar á mér og hálsins...
Ég finn stundum fyrir honum þegar hann er heima hjá sér og vantar að gera
eitthvað... þá kemur svona staðbundinn Hrollur rétt við hálsinn...
Þá hefur Hrollur greyið ekkert að gera og langar að ég skaffi honum verkefni...
Athugasemdir
Ó tapaðirðu svona stórt í spilinu ?
Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 14:40
Já, Ragnheiður... Hrollur er í góðu skapi núna... hann hleypur eins og vitlaus maður um mig allan... tapið var verulega stórt...og ég sem er svo tapsár
Brattur, 16.3.2008 kl. 15:14
Man Utd skorar og ég fæ nú frekar kuldahroll Brattur minn ! Hef hinsvegar mjög aukið kaup mín á afurðum merktum Torres Þannig afurðir auka manni gleði !
Gunnar Níelsson, 16.3.2008 kl. 20:06
Held að hrollur sé þríburi, einn bróðir hans heimsækir mig stundum í stóru tánna, hægra megin, sérstaklega ef dýft í kalt vatn.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.3.2008 kl. 20:24
Gunni, skil kuldahrollinn... það hlýtur að vera ógnvekjandi að horfa upp eftir töflunni ár eftir ár og sjá United þar... en vera svo að berjast um 4ja sætið... skil þann Hroll vel... Torres... er það ekki hvítvín?
Þorsteinn Valur; stóra táin er viðkvæmari en hún lítur út fyrir að vera... en bráðnausynlegt verkfæri... getur kafað í vatni endalaust, án þess að koma upp og anda..
Brattur, 16.3.2008 kl. 20:59
... Já, Kristjana... nákvæmlega svona var ég... hélt meira að segja að þetta væri ég við fyrstu sýn... en svona er ég víst þegar ég hef tapað...
Brattur, 16.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.