Bloggdýrin

Var að hugsa ef að bloggarar væru dýr, hvernig myndu þeir líta út, ha?                                     

.

kid_anim

 

.

Þetta er Gunnar Helgi - Svíafari

Skilur aldrei baun.

 

.

 

.

catcostume 

 

.

Þetta er hún Ragnheiður að fara á ball...

Í sínu fínasta pússi...

 

.

 

Þetta er Tuðarinn sá eini sanni í essinu sínu....

pet-sixth-sense-2 .

.

 

 albert

 

.

Þetta er hann Valli Austfjarðartröllið
að spekúlera.

.

 

 

 

.

.

 Helena norska á leið á ráðstefnu...Bear-Copyright

 

 

 

.

Bratturinn á leið í sund... walrus2

.

.

01_bailey_boat_bear
Og hér er hún Anna Einars. Sparisjóðsstjóri
tekur ekki veiðarnar alvarlega, frekar en annað...

..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

  Ég skulda þér grófa móðgun.

Það rignir alveg uppí nefið á mér, þegar ég geng rólega í burtu, mjög rólega.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Brattur

... Valli... erum við ekki vinir ennþá.... ... endilega móðgaðu mig sem allra fyrst... vinur...

Brattur, 6.3.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Ragnheiður

LOL svakalega er ég smart í tauinu en Anna er langbest, ekki stressið á því heimili (bát)

Ragnheiður , 6.3.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svona leysa vandamálin sig oft sjálf    ....... ég sigli af stað með brauðsneiðar,  fiskurinn stekkur á milli og þá er ég komin með TÚNFISKSAMLOKU. 

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil ekki baun...
(Ég er langflottastur)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Gunnar Helgi..... ég er langflottust.  Er komin með tvö atkvæði. 

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:38

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þorsteinn Valur fær verðlaun fyrir að vera frumlegastur.  Annars er hann huggulegasta dýr....... ef maður lítur svo á að hann sé á snúrunni.  (það sem lítur út fyrir að vera hali og nef er snúra sem hann situr á, þetta krútt). 

Anna Einarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

ÉG ER FLOTTASTUR...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Glæsileg mynd af mér! Myndast reyndar betur á hlið.

Halldór Egill Guðnason, 7.3.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Brattur, af ónefndum stað.

Með svona nef, er nánast ekki hægt annað en láta rigna upp í það, og útlimirnir, hvernig getur maður gert annað en ganga rólega, þetta eru bara fingur og tær, ekkert annað.

Svo er búið að hnýta hnút á dindilinn,eða snúruna eins og Anna segir, hvernig á svo að finna mig í myrkri til dæmis, skríðandi um á maganum með útstæð eyru.

Svívirðileg samlíking á Sótara og manni af Deildartunguætt, þetta verður þér og þínu hyski dýrt Brattur.

Ég mun nú safna liði að fornum sið, ríða til Landsnámsseturs í Borganesi, brenna bæinn og drepa gínu og aðra, jafnvel aðra til.

Hér er harma að hefna og Bratt til saka að sækja.

Æ, og þó Brattur.

Getum við ekki geymt stríðið til vors, hálf erfið færðin, snjór og frystir öðru hvoru, hestarnir og mannskapurinn gætu kvefast og orðið kalt.

Verum vinir til vors.

Þá finn ég grófa móðgun og eys þig og þína ætt alla auri, uns þú móðgast líka og svo skellur á stríð, og jeppar og hestakerrur streyma fram að orrustuvöllum, með grillin og kaldan mjöð.

Það er engin ástæða til að vera með subbuskap eða slæman aðbúnað í svona stríði Brattur, ég mun setja á mína síðu mynd af stríðsfáki mínum til að vekja ykkur, Borgfirðingum Síðri, Ótta og kvíða fyrir bardaganum.

Datt ein móðgun í hug, Boru Brattur í merkingunni að vera Rass Brattur, sáttur við svoleiðis móðgun Brattur, ef ekki þá sendu mér tillögu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Og sjá stríðsfákinn ógurlega :

http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/467367/

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 10:50

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Var að spá í Brattur, hvort við gætum ekki lokið stríðinu fyrir miðnætti í dag, fallist í faðma og sæst, í tómri helvítis hamingju.

Orðið blogg fóstbræður fram að næstu góðu móðgun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 10:55

13 Smámynd: Brattur

Þorsteinn Valur, Þorsteinn Valur... ég er glaður, þakklátur og hræður... allt í senn... ég óttaðist þegar ég fór að sofa í gærkvöldið að þú myndir ekki móðga mig og þá hefði nú verið illt í efni... en svo koma þessar tvær fallegu móðganir frá þér í dag... Boru Brattur er náttúrulega móðgun sem ég er sérlega viðkvæmur fyrir... og er oft þetta 2-3 tíma að ná mér eftir að ég hef orðið fyrir þeirri móðgun...

...en ég er þó svakalega ánægður með Stríðsfákinn ógurlega og mikill heiður fyrir mig að fá þá sendingu... verð ég ævilangt þakklátur fyrir þá sendingu... hvet lesendur að skoða Stríðfákinn á síðunni hans Þorsteins...

... en mikið rétt, færðin er hálf slæm svo við skulum geyma stríðið þar til vorar og mófuglar fara að kvaka... þá verður hægt að láta grillin glamra og mjöðinn renna...

... ég þigg því sáttar faðmlag þitt, blogg fóstbróðir minn Þorsteinn Valur, en er þó viss um að við erum nógu miklir menn til að finna góða móðgun á hvorn annan síðar...

Brattur, 7.3.2008 kl. 13:07

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt kæri Brattur, en ekkert vol eða væl, það er fullgyllt stríð til miðnættis 7/3 2008.

Og munum við Deildartungumenn, engar sættir þiggja fyrir Klukkan 23:45.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 17:10

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Deildartungumenn ?  Ertu Borgfirðingur, Þorsteinn vígamaður .... og áttu þá ættingja frá Deildartungu ?  

Anna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 18:07

16 identicon

Rétt til getið ,Anna frá vatni.

Vér karlar af Deildartunguætt móðgumst ógurleg, en sjaldan og stutt.

Þorsteinn Valur (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 18:38

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Og þessi móðgun er tímasett til kl 23:45 í kvöld.

Eftir það verðum við Brattur aftur vinir, en þangað til er Boru Brattur hroðalegur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 18:42

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Aha, Þorsteinn af Deildartunguætt.... Nú er nýlokið keppni í bridge þar sem ég var í sveit Fjölnis, hins efnilega.  

Anna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 19:52

19 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Reyndu ekki að skjalla mig í miðju stríði, þú Mata Hari Borgarfjarðar Síðri.

Ég fell ekki fyrir klækjum spúsu Boru Bratts frá Bjarndýraey, Anna frá Vatni.

Stríð er til 22:15.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.3.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband