Lögmál Bratts

... var að koma úr baði... gerði nokkrar tilraunir á meðan... til að sannprófa ýmis lögmál...

Skrúfaði frá krananum... og viti menn vatnið féll niður... þyngdarlögmál Newtons... ok það virkaði...

.

 L--Rigo-Bath-tube-190003

.

Sneisafyllti baðið af vatni... horfði á 30 lítra af vatni renna út úr og á baðherbergisgólfið... þá vissi ég að ég var 30 kílóum léttari ofan í baðinu heldur en þegar ég stóð á gólfinu... lögmál Arkímedesar... ok

... svo tók ég tappann úr baðinu... og sá að ég rann ekki niður með vatninu... alltaf jafn heppinn hugsaði ég... lögmál Bratts...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.2.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað er í glasinu?

Edda Agnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Brattur

... ég var ekki í glasinu, Edda... ég var í baðinu...

Brattur, 8.2.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ráðlegg þér að taka hælin frá niðurfallinu, en lögmálið er umhugsunarvert.

Setur þú þetta fram sem tregðulögmál Brattur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Brattur

... já Þorsteinn Valur... mér finnst þetta vera tregðulögmál... mér fannst ég tregast rosalega við að renna niður með vatninu...

Brattur, 8.2.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Spurning um þolinmæði held ég

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 00:57

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Tregðulögmálið er ekki þarna hjá þér Brattur, það er í Ráðhúsinu við Tjörnina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 08:17

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sammála fyrsta ræðumanni: gargandi snilld ....!  Þú ert afskaplega jarðbundinn í þessum lögmálum þínum en undir niðri leynist djúp hugsun... ekki satt????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Brattur

... jú Guðný Anna... því neðar sem maður kafar í vatnið, því dýpri verður hugsunin...

Brattur, 9.2.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Akkúrat! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband