Karlmannlegt

... alltaf tek ég mark á Halldóri yfirtuðara og stór bloggvini... hann vildi fá færslu frá mér sem grætti hann ekki... þá fór ég að spegulera í því hvað væri karlmannlegt og hvað ekki... 

 Af hverju er karlmannlegra að munda borvél og bora í vegg... heldur en að brjóta saman þvott???

Af hverju er karlmannlegra að grilla úti á sólpalli heldur en að steikja kleinur inni í eldhúsi???

Af hverju er karlmannlegra að drekka bjór og horfa á fótbolta heldur en að horfa á Spaugstofuna???

Af hverju er karlmannlegra að skafa bílrúðurnar heldur en að þvo stofugluggann???

.

 Picture%20024

.

Af hverju er karlmannlegra að veiða lax heldur en að smyrja nestið???

.

 Picture%20002

.

... bara svona að pæla....

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fátt er fallegra en miðaldra maður með byrjandi bumbu skreytta blúndusvuntu (sem tengdamamma hans saumaði í húsmæðraskólanum á síðustu öld), með sjerrí í staupi, að smyrja nesti fyrir morgundaginn um leið og hann eldar ýsu í kvöldmatinn fyrir heimilisfólk, - og hlustar á dánarfregnir og jarðarfarir. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er samsæri og blekkingarleikur kvenna í gegn um aldirnar.

Við karlmenn höfum unnið leiðindaverkefni frá örófi alda á þeim forsendum að við séum svo sterkir og stórir strákar, á meðan hafa þær setið að því að ala upp börnin (sem þær hafa greinilega klúðrað frá upphafi), verið að elda og velja bestu bitana fyrir sig, fara á snyrti, hárgreiðslu,nudd og dekurstofur á meðan við erum að vinna, og svo mætti lengi telja.

Konurnar út úr húsi að gera við bíla, slá garða og fleira svona hund leiðinlegt.

Karlana inn til að bjarga því sem hægt er í uppeldinu og tökum líka yfir dekrið.

Það er bara verið að rugla í okkur strákar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta hefur verið misskilningur frá upphafi !  Við konurnar viljum miklu frekar vera úti að slá garðinn og grilla heldur en að ryksuga og þrífa klóstið. 

Skiptum. 

Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi færsla fær mig nú bara til að grenja ennþá meira Brattur minn. Er allt sem á undan er gengið hjá Tuðaranum bara eintómt prump og misskilningur? Grilla, drekka bjór, horfa á boltann, kúldrast á sjó í 25 ár og bæta net, en enga sokka? Ægir....hvernig getur þú sagt svona..? Mér vitanlega hefur enginn fengið kalsár við það að bæta sokka. 

Brattur, nú vil ég leggja inn pöntun á einni krassandi færslu sem gæti hugsanlega dregið Tuðarakvikyndið upp úr depurðinni og öllu þessu væli. Er ekki alveg með á hreinu hver fjandinn er eiginlega að gerast með mann. Ætli maður þurfi barasta ekki að komast á almennilegt ROMMÝMÓT!!!!!!! Ha?

Halldór Egill Guðnason, 7.2.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla Brattur og góð pæling.

Marta B Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband