Þar skriplaði á skötu

... þar skriplaði á Skötu... sagði Hálfdán prestur þegar hann sundreið hesti sínum úti fyrir Eyjafirði forðum... hann var á leið í Múlann þar sem tröllskessur áttu heima... hann ætlaði að freista þess að bjarga bóndakonunni úr Málmey sem þær höfðu í haldi sínu...

... margir kannast við þessa þjóðsögu og vita þá líklega að ekki tókst Hálfdáni að bjarga konunni úr höndum tröllskessanna...

... hesturinn rann til á einhverju í sjónum, sem líklega var skata... og þá sagði Hálfdán þetta...

.

Hvanndalabjarg

.

... en það var ekki það sem ég ætlaði að tala um... ég var að spá í hvort nokkur maður notar þetta orðatiltæki í dag... held þetta hafi verið notað ef fólk rann til í hálku sem  dæmi, og þá hafi verið sagt... þar skriplaði á Skötu...

... þá er pælingin sú... að ef þetta orðatiltæki hrykki upp úr manni t.d. við ungling... héldi hann þá ekki að maðurinn talaði finnsku?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Unglingurinn myndi örugglega halda að þú værir pólverji eða rússi Brattur minn.

Halldór Egill Guðnason, 2.2.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Brattur

... já... er Brattur ekki líka rússneskt nafn, Halldór... heyrðir þú það aldrei þegar þú varst á rússneska risatogaranum?

Brattur, 2.2.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

..hehe...eða þá að þú yrðir spurður...Hvað skata er það..?

Agnes Ólöf Thorarensen, 3.2.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Reikna með að þú verðir að þýða orðið fyrir unglinginn, hef þurft þess nokkru sinnum sjálfur, erum að eldast gæskur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.2.2008 kl. 01:08

6 Smámynd: Hugarfluga

Unglingurinn myndi koma af fjöllum. Held að hann myndi frekar segja: "Fokk, þaddna var hann næstum blastaður á bossann, kjeeeelllinn."

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband