Þar skriplaði á skötu
2.2.2008 | 23:00
... þar skriplaði á Skötu... sagði Hálfdán prestur þegar hann sundreið hesti sínum úti fyrir Eyjafirði forðum... hann var á leið í Múlann þar sem tröllskessur áttu heima... hann ætlaði að freista þess að bjarga bóndakonunni úr Málmey sem þær höfðu í haldi sínu...
... margir kannast við þessa þjóðsögu og vita þá líklega að ekki tókst Hálfdáni að bjarga konunni úr höndum tröllskessanna...
... hesturinn rann til á einhverju í sjónum, sem líklega var skata... og þá sagði Hálfdán þetta...
.
.
... en það var ekki það sem ég ætlaði að tala um... ég var að spá í hvort nokkur maður notar þetta orðatiltæki í dag... held þetta hafi verið notað ef fólk rann til í hálku sem dæmi, og þá hafi verið sagt... þar skriplaði á Skötu...
... þá er pælingin sú... að ef þetta orðatiltæki hrykki upp úr manni t.d. við ungling... héldi hann þá ekki að maðurinn talaði finnsku?
Athugasemdir
Unglingurinn myndi örugglega halda að þú værir pólverji eða rússi Brattur minn.
Halldór Egill Guðnason, 2.2.2008 kl. 23:18
... já... er Brattur ekki líka rússneskt nafn, Halldór... heyrðir þú það aldrei þegar þú varst á rússneska risatogaranum?
Brattur, 2.2.2008 kl. 23:38
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 00:40
..hehe...eða þá að þú yrðir spurður...Hvað skata er það..?
Agnes Ólöf Thorarensen, 3.2.2008 kl. 00:41
Reikna með að þú verðir að þýða orðið fyrir unglinginn, hef þurft þess nokkru sinnum sjálfur, erum að eldast gæskur
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.2.2008 kl. 01:08
Unglingurinn myndi koma af fjöllum. Held að hann myndi frekar segja: "Fokk, þaddna var hann næstum blastaður á bossann, kjeeeelllinn."
Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.