Syrgjandi sveinar

Við erum jólasveinar
og þvælumst um öll fjöll
við erum miklu fallegri
en þessi ljótu tröll

við þekkjumst á loðnum lúkunum
og spengilegum búkunum
og það er mynd af okkur
á öllum jóladúkunum

.

 jolasveinar7

.
við borðum hangisauð
yfirleitt á jólunum
og örþunnt Laufabrauð
en mamma datt úr rólunum

 orn_gryla%20200

 .

hún hætti svo að góla
á ekkert er að stóla
nú er hún gamla Grýla dauð
já, mamma er hætt að róla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svei mér, ef það ert ekki bara þú, sem ætlar að bjarga mér úr jólaundirbúningskvíðakastinu.  Legg saman bloggið þitt og innlegg Önnu á mitt, ríf af mér sólgleraugun, sparka hressilega í karlmennina á heimilinu, kipa þeim fyrir verkum og horfi síðan á Liverpool um helgina vinna Reading 6-0 síðar í dag.

Þið eruð yndisleg, ég mun ekki þurfa á næturvaktina efir þessa þulu um fjölskylduna á fjöllunum.

TAKK!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.12.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Glimrandi góð jólaþula Brattur. Verra hins vegar með Liverpool Reading (3-1 fyrir Reading) Hætt við að næturvaktin verði tregablandin hjá Ingibjörgu.

Halldór Egill Guðnason, 9.12.2007 kl. 01:49

3 Smámynd: Brattur

... takk fyrir það Halldór....já... Púllararnir bara rassskelltir... úppss... en mínir menn M.United... þvílíkt góðir... gaman að horfa á þá spila... blátt áfram yndislegt...

...ætli Ingibjörg sé bara ekki aftur komin í jólaundirbúningskvíðakast... kvíðir fyrir næstu leikjum Liverpool um jólin... þeir eiga að spila við United næstu helgi... það verður gaman....

Brattur, 9.12.2007 kl. 01:58

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jú, mikið rétt.

Vona samt að það gleðji þig, að ég er búin að redda undirbúningi jólannna.  Dóttir mín sem býr í Svíþjóð er kominí heimsókn, og fer sem hvirfilbylur um húsið þvert og endilangt.

Til að draga úr kvíðakastinu vegna gærdagsins, hef ég ákveðið að vera í leikjabanni, um næstu helgi, fara bara í búðir og eyða kennaralaununum mínum.

Þulan Syrgjandi sveinar stand áfram fyrir sínu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.12.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband