Hangikjötsilmur
14.10.2007 | 23:01
... ég hef ekki bloggađ sé ég síđan 7. október... búinn ađ flakka mikiđ um allt land á ţessum tíma... hlakka mikiđ til ţegar ţessi törn er búin og ég get fariđ ađ skrifa meira aftur... fer á ţriđjudaginn ađ vinna á Ţórshöfn og verđ fram á miđvikudag...
... nú ţegar fariđ er ađ dimma, kemur einkennileg tilfinning í ljós hjá mér... ég er farinn ađ hlakka til jólanna... enda ekki nema rúmir tveir mánuđir ţangađ til ţau koma... ég hef nú aldrei veriđ neitt jólabarn... en ţegar ég borđađi hangikjöt um helgina, međ grćnum baunum og uppstúf... ţá kviknađi einhver tilhlökkun í mér... og ég sem vil helst ekki ađ forleikur jólanna byrji fyrr en í byrjun desember... jólaskraut... jólalög o.ţ.h.
... ég ćtla samt ekki neitt ađ fara ađ syngja jólalög í vinnunni á morgun... en kannski ég kaupi mér góđan pott til ađ búa til uppstúf... ţađ er ţađ eina sem mig vantar fyrir jólin...
Ađfangadagur.
Mikiđ
var mjöllin mjúk
í firđinum forđum
alvöru jólasnjór
í stofunni var allt klárt
gervitréđ
bómullarkirkjan
allir pakkarnir
Prins Valiant
til: ţín
frá: mér
Fimm á Fagurey
pakkar međ slaufum
tryllingslegur ilmurinn
úr eldhúsinu
blindfullir kökudunkar
hálfmánar
vanilluhringir
laufabrauđ
svindl - og
kornflekskökubirgđir
minni en mamma hélt
klukkan sex
heims um ból
helg eru jól
heilagt
tíu mínútum síđar
bein
á hátíđarborđinu
etinn heimatilbúinn ís
smyglađ Machintosh
drukkiđ jólaöl
framundir morgun
međ bóklestrinum
ó, hver dýrđlegt var
ađ sofna ţá
Athugasemdir
Namm.... hangikjöt. Geturđu kannski bloggađ aftur, eitthvađ svipađ, rétt fyrir jól ? ţađ fylgir ţessu stemming hjá ţér.
Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:22
mmmm hangikjöt! hef saknađ ţín!
Heiđa Ţórđar, 15.10.2007 kl. 00:58
Skemmtilegt, jólin lćđast ađ manni...finn alveg ilminn af jólunum. Ćttum ađ vera dugleg bloggarar fyrir jólin og skrifa svona jólasögur......Hafđu ţađ gott á flakkinu. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 15.10.2007 kl. 07:57
Ó mć God! Ţvílík nostalgía ... ég er alveg međ gćsahúđ, Brattur. Takk fyrir mig.
Hugarfluga, 15.10.2007 kl. 10:11
Ađ mađur tali nú ekki um ilminn úr reykkofanum hjá honum pabba, nú eđa bćndunum í Fljótunum ţegar ég var í skólanum ţar. Heyrđi jólalag í matsalnum á U Zbója í Póllandi, I´ll be home for Christmas međ Stevie Wonder og fylltist miklum jólaanda. Keypti m.a.s. nokkar jólagjafir í kjölfariđ. Les ţetta svo hér, ćtli ég klári bara ekki jólagjafirnar eftir ţennan lestur? Ertu búin ađ sjá málverka- og ljóđasýninguna miklu á Bláu Könnunni?
Vilborg Traustadóttir, 15.10.2007 kl. 10:43
Nammi nammi namm, en ćtla ekki í jólaskap fyrr en í desember. Ţ.e.a.s. ef ekki verđur búiđ ađ eyđileggja stemminguna međ öllum bévítans árans auglýsingunum og blađrinu sem ţeim fylgir Biđ ađ heilsa á Ţórshöfn. Munađi litlu ađ ég flytti ţangađ fyrir löngu, en sé vođalega lítiđ eftir ţví ađ hafa ekki gert ţađ.
Halldór Egill Guđnason, 15.10.2007 kl. 11:11
Frábćr saga en ljóđiđ er enn betra, guđdómlegt! Takk.
Edda Agnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:13
Ljóđiđ ţitt lofar góđum jólum í ár,
loftkökur á borđum.
guđlegt og gleđitár,
hve gaman var forđum.
Brattur, ţú ert snillingur, ég upplifđi ţetta allt, pakkana undir trénu, hangikjöts og eplalykt, Machintoch og Toblerone. Já, ţađ er dásamlegt ađ hlakka til, oftast er ţađ sú tilfinning sem gefur okkur mest. ţví svo er ţetta strax afstađiđ.
Ingibjörg Friđriksdóttir, 15.10.2007 kl. 17:57
Algerlega stemmir ţetta viđ mínar bernsku-jóla-minningar! Uhmmmm. Svona eiga jólin ađ vera, og svona eru ţau í rauninni. Ég ćtla byrja ađ undirbúa jólin í nóvember. Ég er ţegar komin međ jólamatinn í frystinn. Ţađ fer allt ađ verđa klárt.
Guđný Anna Arnţórsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.