Hangikjötsilmur

... ég hef ekki bloggað sé ég síðan 7. október... búinn að flakka mikið um allt land á þessum tíma... hlakka mikið til þegar þessi törn er búin og ég get farið að skrifa meira aftur... fer á þriðjudaginn að vinna á Þórshöfn og verð fram á miðvikudag... 

... nú þegar farið er að dimma, kemur einkennileg tilfinning í ljós hjá mér... ég er farinn að hlakka til jólanna... enda ekki nema rúmir tveir mánuðir þangað til þau koma... ég hef nú aldrei verið neitt jólabarn... en þegar ég borðaði hangikjöt um helgina, með grænum baunum og uppstúf... þá kviknaði einhver tilhlökkun í mér... og ég sem vil helst ekki að forleikur jólanna byrji fyrr en í byrjun desember... jólaskraut... jólalög o.þ.h.

... ég ætla samt ekki neitt að fara að syngja jólalög í vinnunni á morgun... en kannski ég kaupi mér góðan pott til að búa til uppstúf... það er það eina sem mig vantar fyrir jólin...

 

Aðfangadagur. 

 

Mikið
var mjöllin mjúk
í firðinum forðum
alvöru jólasnjór

í stofunni var allt klárt
gervitréð
bómullarkirkjan

allir pakkarnir
Prins Valiant
til: þín
frá: mér
 
Fimm á Fagurey
pakkar með slaufum

tryllingslegur ilmurinn
úr eldhúsinu
blindfullir kökudunkar
hálfmánar
vanilluhringir
laufabrauð

svindl - og
kornflekskökubirgðir
minni en mamma hélt

klukkan sex
heims um ból
helg eru jól

heilagt

tíu mínútum síðar
bein
á hátíðarborðinu

etinn heimatilbúinn ís
smyglað Machintosh
drukkið jólaöl
framundir morgun
með bóklestrinum

ó, hver dýrðlegt var
að sofna þá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Namm.... hangikjöt.  Geturðu kannski bloggað aftur, eitthvað svipað, rétt fyrir jól ?   það fylgir þessu stemming hjá þér. 

Anna Einarsdóttir, 14.10.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

mmmm hangikjöt! hef saknað þín!

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skemmtilegt, jólin læðast að manni...finn alveg ilminn af jólunum. Ættum að vera dugleg bloggarar fyrir jólin og skrifa svona jólasögur......Hafðu það gott á flakkinu. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.10.2007 kl. 07:57

4 Smámynd: Hugarfluga

Ó mæ God! Þvílík nostalgía ... ég er alveg með gæsahúð, Brattur. Takk fyrir mig.

Hugarfluga, 15.10.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Að maður tali nú ekki um ilminn úr reykkofanum hjá honum pabba, nú eða bændunum í Fljótunum þegar ég var í skólanum þar.  Heyrði jólalag í matsalnum á U Zbója í Póllandi, I´ll be home for Christmas með Stevie Wonder og fylltist miklum jólaanda.  Keypti m.a.s. nokkar jólagjafir í kjölfarið.  Les þetta svo hér, ætli ég klári bara ekki jólagjafirnar eftir þennan lestur?   Ertu búin að sjá málverka- og ljóðasýninguna miklu á Bláu Könnunni?

Vilborg Traustadóttir, 15.10.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nammi nammi namm, en ætla ekki í jólaskap fyrr en í desember. Þ.e.a.s. ef ekki verður búið að eyðileggja stemminguna með öllum bévítans árans auglýsingunum og blaðrinu sem þeim fylgir Bið að heilsa á Þórshöfn. Munaði litlu að ég flytti þangað fyrir löngu, en sé voðalega lítið eftir því að hafa ekki gert það. 

Halldór Egill Guðnason, 15.10.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær saga en ljóðið er enn betra, guðdómlegt! Takk.

Edda Agnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ljóðið þitt lofar góðum jólum í ár,

loftkökur á borðum.

guðlegt og gleðitár,

hve gaman var forðum.

Brattur, þú ert snillingur, ég upplifði þetta allt, pakkana undir trénu, hangikjöts og eplalykt,  Machintoch og Toblerone.  Já, það er dásamlegt að hlakka til, oftast er það sú tilfinning sem gefur okkur mest. því svo er þetta strax afstaðið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.10.2007 kl. 17:57

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Algerlega stemmir þetta við mínar bernsku-jóla-minningar! Uhmmmm. Svona eiga jólin að vera, og svona eru þau í rauninni. Ég ætla byrja að undirbúa jólin í nóvember. Ég er þegar komin með jólamatinn í frystinn. Það fer allt að verða klárt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.10.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband