Halldór tuðari

... það er langt síðan þátturinn "Ort upp í bloggvini" hefur verið á ferðinni... það er því ekki úr vegi að rifja upp út á hvað hann gengur... ég skrifa texta sem ég kalla At-kvæði um einhvern bloggvin og læt líta út fyrir að þetta sé stutt bréf frá viðkomandi... en þetta er hinsvegar fullkominn skáldskapur um viðkomandi sem ég set niður... hingað til held ég að ég hafi ekki móðgað neinn, svo ég held þessu bara áfram þar til einhver stoppar mig...

 Nú er komið að stórbloggvininum Halldóri tuðara... mjög skemmtilegur og bráðhress bloggari sem lætur sér ekkert óviðkomandi... er einnig sleipur í skák, hagmæltur og syngur og dansar eins og engill....

 

Það er margt sem maður dundar sér við
ég hef rosalega gaman af því að skoða fugla
skemmtilegast er náttúrulega að sjá flækingsfuglana

meðal sjaldgæfra fugla
sem hef ég séð eru
Lappajaðrakan; A Bar-tailed Godwit
Sportittlingur; A Lappland Bunting
Kanaduðra; A Long-billed Dowitcher

samt held ég alltaf mest upp á
gamla góða spóann
að heyra hann vella á fögrum sumardegi
er eitt það fegursta sem ég veit

Kveðja, Halldór (tuðari) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu ekki að djóka eða ertu að móka?

Tuðarinn dansar og syngur.

Hárið á mér fer allt í flóka

og festist við hvurn sinn fingur.

Edda Agnarsdóttir, 29.9.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Dóri dansar fyrir Bratt,

daðrar oggulítið,

Stél og vængi hreyfir hratt

sem hrífur snemma í bítið. 

 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.9.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hann er til alls líklegur eða hvað?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.9.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæri Brattur.: Loksins kom að því! Það hefur verið ort uppí mig. Búinn að bíða lengi og vil þakka þér kæri vinur fyrir fallega "ort uppí". Þetta með spóann er hárrétt hjá þér og reyndar öll þau hljóð sem heyra má á björtum sumarnóttum úti í náttúru Íslands. Varðand sjaldgæfu fuglana, þá hafði ég nú "noterað" hjá mér ensku orðin í beinni snörun, en það er varla prenthæft, eins og gefur að skilja, en læt þau samt fljóta með að lokum.:

Lappajaðrakan = "A Leg on the Edge Kan." 

Sportittlingur = " A Track Dick"

Kanaduðra = " A Yanky Slut"

Takk, enn og aftur Brattur. Þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn. (Á mjög erfitt með að komast í tölvu þessa dagana, svo þú kannski skilar kveðju til allra frá mér)

Þinn vinur Tudarinn ( The Tudor)

Halldór Egill Guðnason, 1.10.2007 kl. 09:50

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tudor ?    Það er rafgeymir ef ég man rétt.... enda ertu alltaf í stuði Halldór.

Anna Einarsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

hahaha....einmitt...rafgeymir Halldór!

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 10:24

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vildi bara láta þig vita að nú verður þú með vinum og kunningjum á " Bláu könnunni " á næstu dögum ... Uppsetning tókst vel....Til lukku til okkar sem stóðum að þessu.  Er sæl í sál og sinni !!!          Heyrumst Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.10.2007 kl. 21:45

8 Smámynd: Brattur

... flott Magga; ég næ að kíkja á morgun...

Brattur, 4.10.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband