Hundur eða köttur
25.9.2007 | 08:02
Marta bloggvinkona er að velta því fyrir sér hvernig hund hún eigi að fá....... Cavalier eða Pug. Anna bloggvinkona sýnir myndband sem sýnir Cavalierhund taka köttinn í bólinu. Að eiga Cavalier, gefur ýmsa möguleika..... hann getur átt kött fyrir kærustu.... það er hægt að láta hann unga út eggjum.... samanber hvernig hann lagðist ofan á kisu í myndbandi Önnu. Síðan er hægt að framleiða hvolpa og kettlinga allt í einum graut...... eitthvað sem fræðingarnir í Kína eru ekki búnir að uppgötva.....
Tík nokkur í Kína varð fyrir stórfurðulegri lífsreynslu er hún gaut hvolpunum sínum. Þriðji hvolpurinn reyndist vera kettlingur!Fyrstu tveir hvolparnir sem komu voru algjörlega eðlilegir. Fjölskyldan missti hins vegar andlitið þegar sá þriðji kom. Hann leit ekki út eins og hvolpur. Hann leit út eins og kettlingur!
Þorpsbúar í Huayang í Jiangyan flykkjast nú í heimsókn til þess að sjá kvikyndið. Dýralæknirinn á staðnum fullyrðir að þetta sé í raun hvolpur en hann líti út eins og kettlingur vegna genagalla. Ég veit ekki hvort hann er að segja með því að það sé genagalli að vera köttur, en ég skal hundur heita ef hundur getur verið köttur
Athugasemdir
Unga út eggjum hmm ... ég gæti reynt að þróa hundinn enn lengra ... láta hann verpa eggjunum líka
Marta B Helgadóttir, 25.9.2007 kl. 08:33
Halldór Egill Guðnason, 25.9.2007 kl. 09:33
Guð minn almáttugur, ég veit líka um konu sem fæddist með halarófu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 19:38
Tíkin hefur verið eggþegi!
Vilborg Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 20:12
... maður gæti aldrei vitað hvað fæddist næst ... hani krummi hundur svín hestur mús tittlingur
Marta B Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 18:29
Marta dónastelpa !
Anna Einarsdóttir, 26.9.2007 kl. 20:25
... Imba, halarófu... var það ekki halastjarna?
Brattur, 26.9.2007 kl. 21:30
þarna er kominn nýr vinkill á Litla ljóta andarungann
Jóna Á. Gísladóttir, 27.9.2007 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.