Þakkarávarp
8.9.2007 | 20:00
... Skákþing bloggara með tattoo var haldið um helgina... ef að öll skákmót væru svona skemmtileg, væri skák vinsælasta íþróttagrein í heimi...
... ég ætla að byrja að segja frá því þegar við Halldór Tuðari... nein, annars, ég held ég sleppi því... ég segi frekar frá því þegar Ægir, nei, held ég sleppi því líka... kannski ég segi bara frá því þegar Anna... neibb, best ég vindi mig bara í þakkarávarpið...
... ég vil þakka öllum keppendum fyrir þessa miklu skemmtun, sem ég mun aldrei gleyma...
... húsráðandanum honum Ægi (Seasons in the sun) þakka ég fyrir hlýlegar móttökur og fyrir að vera ekki í skotapilsi... bið að heilsa Klóa
... eftirlitsdómaranum Halldóri (Dancing Queen) þakka ég sérlega vel unnin störf, en hann var í því vandasama hlutverki að hafa eftirlit með yfirdómaranum (undirrituðum) og var það ærið starf, svo ég vitni orðrétt í Halldór; "ég hef aldrei lent í öðru eins"...
... ég vil þakka austfjarðarþokunni, henni Kristjönu, fyrir neglurnar, þær voru í öllum regnbogans litum og hlaut hún fyrstu verðlaun í keppninni, þrifalegustu neglurnar... þeir eru enn eins og stjörnur fyrir augum yfirdómarans...
... Eddu þakka ég fyrir að finna upp nýjung í skákinni og hlaut hún verðlaunin "fallegasti afleikurinn" þegar hún drap eigið peð, schnilld...
... Imba stóð undir væntingum, ekki síst í atriðinu Einkadansinn... það voru tilþrif í lagi...
... Arnfinnur fær sérstak hrós fyrir matföngin... nú verð ég alltaf svangur þegar ég lít á myndina af honum... hann syngur líka skrambi vel... og er með fína sveiflu í dansinum... sérstaklega í The Road To Hell... Arnfinnur mig dreymdi þig í nótt...
...Björg átti lipra spretti og kom með sjálfsmynd í fullri stærð sem vinning... alla karlana langaði í hana (myndina) , en það var kona sem fór með hana heim í kranabíl... þ.e.a.s. myndina...
... að lokum þakka ég formanni okkar henni Önnu sérstaklega fyrir að eiga þessa brilljant hugmynd að koma þessari keppni á og fyrir að brjóta EKKI stofuborðið heima hjá honum Ægi... einnig þakka ég Önnu fyrir aukaverðlaunin "Vinarbandið"... sem ég hlaut fyrir... ja ég veit ekki hvað
Kæru bloggarar með tattoo...
TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK -
...ykkar... Brattur
... komnar eru upp hugmyndir um næsta mót, eins og að spila norskt rommý (í stað skákarinnar ) og að verða með námskeið á mótinu í ZORBA dansi... förum yfir það síðar...
Athugasemdir
Takk Brattur, fyrir frábært kvöld og líka fyrir diskinn góða.
Ég hlusta á hann og "tárin hrynja sem foss" yfir því að kvöldið er búið.
Anna Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:20
Jú þetta var mjög skemmtilegt, það var sérstaklega gaman að fá fegurðaverðlaunin.
Eftir þetta kvöld verður á brattann að sækja og Brattur þú ert vanur því og heldur bar áfram upp frá því sem er horfið!
Edda Agnarsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:28
Takk Brattur félagi. Norskt rommý hljómar spennandi, sérstaklega ef þú semur eins skemmtilegar reglur fyrir það mót og þú samdir fyrir skákmótið
Arnfinnur Bragason, 8.9.2007 kl. 21:59
Ohhh, hvað þetta hefur verið gaman hjá ykkur!! Ef ykkur dettur einhverntíma í huga að hafa Söngmót bloggara með attitjúd, þá er mæti ég þar "with bells on". Var samt alveg hugarfluga á vegg þarna í gær ... bara svo þið vitið.
Hugarfluga, 8.9.2007 kl. 22:31
Ætti maður að fá sér tattoo????
Vilborg Traustadóttir, 8.9.2007 kl. 22:33
Þú segir nokkuð flugan mín ( borða ekki flugur
). Ef þið haldið söngmót hafið þá karlinn endilega með. Hann kann Nallann afturábak og áfram,
og til hliðar líka, svei mér þá..
....sorry, smá fimmaur 
kloi, 8.9.2007 kl. 22:37
Dansi, dansi dúkkan mín, eða var það dúllan.
Takk fyrir sömuleiðis Brattur, og héðan í frá er leið mín bara uppáviðsveimérþá.
Ég er alveg til í norskt romm eða ákavíti, já nánast í hvað sem er, , bara að hitta ykkur aftur gerir lífið skemmtilegra.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.9.2007 kl. 23:11
Sjálfsmynd??
.... tja ég verð bara að taka þessu sem hrósi.. hem.. 
Takk fyrir frábært mót öll .. þið eruð æðisleg.. falleg.. skemmtileg.. fyndin.. man ekki fleirri lýsingarorð...
Björg F (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:20
.... góð, gjafmild, gestrisin, hjálpsöm og gígantískt góðir skákmenn.
Anna Einarsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:33
...... og nú er komin upp sú spurning hvort maður fái sér ekki bara tattú.......
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 15:25
... tattoo er málið... komið til að vera... veit bara ekki hvort Klói er tilbúinn að fá sér tattoo á skottið...
Brattur, 9.9.2007 kl. 15:45
Norskt rommý !!! Nei þá vil ég vera með, en eruð þið viss um að þið séuð nægileg illmenni í það þið hljómið öll svo mikil ljúfmenni???
Lára Stefánsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:52
Takk Brattur og þið öll hin. Ég er nú þokkalega þekktur fyrir að vera sínkt og heilagt að endurtaka sjálfan mig. Ég ætla því að standa undir merkjum og endurtaka þessa fleygu setningu frá skákmótinu.: "Ég hef aldrei lent í öðru eins" Þetta er með því alskemmtilegasta sem ég hef upplifað í mörg ár og vonandi að við getum öll hist aftur einn góðan dag eða kvöld.
Takk Takk Takk! Þetta var frábært.
Halldór Egill Guðnason, 9.9.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.