Í nógu að snúast
14.8.2007 | 08:59
... þessi vika verður viðburðarík hjá mér... nú um hádegið er ég að fara af stað með veiðidótið mitt í skottinu... meiningin er seinnipartinn í dag að syngja inn eitt veiðilag með stóra bróður, sem þó er töluvert yngri en ég... síðan í fyrramálið rennum við inn í Fljót og köstum flugu fyrir silung... á fimmtudaginn ætla ég svo að heimsækja nokkra félaga sem eru að veiða í Fnjóská og kannski taka nokkur köst þar og reyna við lax... á föstudaginn er svo planað að ganga upp á Múlakolluna í Ólafsfirði með gömlum bekkjarfélögum og sprella svo með þeim alla helgina...
... þegar maður er í veiði þá er ekki alltaf stutt í klósett....
Syndin
Ég horfi á lækinn
liðast hjá
langt upp í fjalli
þar má sjá
yrðlinga hlaupa og leika sér
og krumma tína krækiber
Börnin á bænum hlægja hátt
hófdynur hests í fjarska lágt
af eintómri ánægju
og það er syndin
spræni ég sperrtur
upp í vindinn
Athugasemdir
Mikið væri ég til í að skipta við þig Brattur. Veiði, labb og góðir vinir......hvað er hægt að hugsa sér betra? Verst hvað bölvað veðrið verður ekki sem best þarna fyrir norðan þessa viku, en þú fárast tæplega yfir því. Er að fara í flug á eftir og verð einhverja daga. Hafðu það sem allra best í fríinu.
Halldór Egill Guðnason, 14.8.2007 kl. 09:05
Góða veiði og ekki gleyma að minnast á Ketilásballið við félagana í Ólafsfirðinum góða. Kv.MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 10:26
Góða ferð og skemmtun, kæri bloggvinur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:28
Góða skemmtun í veiðinni og með bekkjarfélögunum gömlu. Það er alveg merkilegt finnst mér á svona mótum hvað þessir bekkjarfélagar manns eru allir orðnir gamlir! Hjálp vona að enginn þeirra lesi þetta.................
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 11:34
... já, Vilborg, en svo þykist maður svo helv... brattur sjálfur...
Brattur, 14.8.2007 kl. 11:46
Við erum náttúrulega alveg kornung.......allavegana í anda......ball bannað ínnan 45......
Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 12:15
Góða skemmtun og njóttu vel.
Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 19:20
Sæll félagi!
Ég var að koma frá Lofoten í norður Noregi, alllangt fyrir norðan heimskautsbaug. Ég veiddi þar allmikið að ætum fiski (aðallega þorsk en líka lax) en verð að segja þeim að ólöstuðu að ég hefði frekar veitt í Fnjóská á góðum degi.
Lifi fjalldrapinn!
Ásgeir Rúnar Helgason, 14.8.2007 kl. 21:14
Góða ferð vinur, muna bara að sleppa, það geri ég alltaf
kloi, 14.8.2007 kl. 22:18
Jæja...... á ekkert að fara að koma heim ?
Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 20:59
Brattur er örugglega berjablár eftir Berja-daga á Ólafsfirði . Vona að það sé meiningin með "Berja-dögum" en ekki að fá glóðarauga???
Vilborg Traustadóttir, 19.8.2007 kl. 22:46
Kannski er hann að berja saman vísukornum.
Anna Einarsdóttir, 19.8.2007 kl. 23:41
Hann var einmitt að því, sjá nýjustu færsluna hans!!!
Vilborg Traustadóttir, 20.8.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.