Veganesti

Nú um miðjan ágúst ætlum við gamli gagnfræðaskólabekkurinn, árgerð 1953 ,að hittast í okkar gamla heimabæ, Ólafsfirði... það verður náttúrulega til þess að maður fer að rifja ýmsa hluti upp, gramsa í gömlum koffortum og blása rykið og kóngulóarvefi af myndum og pappírum... mér gekk ágætlega í skóla, en þegar unglingurinn blés upp í mér... þá fór ýmislegt úrskeiðis um tíma...

...ég vildi einu sinni hætta í skóla, man ekki hvort ég var 15 eða 16 ára... það fór allt á annan endann, mamma og pabbi kölluðu til prest til að ræða við strákinn og reyna að snúa honum!... en hann hélt við sinn keip... eða svona næstum því... skólastjórinn hans var lítill og snaggaralegur náungi, mikill listamaður og sterkur persónuleiki,  gat alveg verið mjög strangur... sá ungi leit upp til hans... litli skólastjórinn kallaði nemandann sinn sem vildi hætta í skóla, á sinn fund.

Þetta atvik og þessi fundur snertu mig mjög mikið og ég í miðjum unglingnum fór að hugsa hvort ég væri virkilega að gera rétt... auðvita snéri hann mér aftur inn í skólann og er ég honum ævarandi þakklátur fyrir það... og það veganesti sem ég fékk út í lífið frá mínum gamla skólastjóra...þetta ljóð lýsir því sem gerðist.

 Veganestið.

Hann horfði
Íhugull
Yfir gleraugun sín

Litli skólastjórinn
Með fallega upprúllaða skeggið
Og spurði lífsleiða
Nemandann sinn
Með Jimi Hendrix hárið:

Ætla þú að verða
Einn af þeim
sem alltaf gefst upp?

Það færist glott
Yfir reynsluríkt
Andlit mannsins
Sem eitt sinn var
Lífsleiði nemandann
Þegar hann rifjar þetta upp

Hann veit
Að þessi orð
Fengu hann
Til þess að þrauka
Lengur en

Jimi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð saga Takk.

Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Samgleðst þér yfir að hitta gamla skólafélaga. Líka yfir kynnum við þennan skólamann sem hafði svo afgerandi áhrif á líf þitt. Ég hef átt því láni að fagna (voðalega er ég eitthvað hátíðleg í dag, veit ekki hvusslax þetta er....) að hitta gamla skólafélaga á Eskifirði í tvígang. Skemmti mér konunglega, drakk of mikið og talaði of mikið og dansaði of mikið. Það er stundum svo gaman að gera allt of mikið, því stundum er maður svo upptekinn af því að gera of lítið...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.8.2007 kl. 12:25

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjörlega frábært!  Það jafnast fátt á við það að hitta gamla skólafélaga, svo ég tali nú ekki um þegar árin eru orðin svona mörg.   Einnig er gott, að til er og var, skólafólk sem gátu haft góð áhrif á nemendur sína.  Ég bý ennþá að því að hafa haft framúrskarandi barnaskólakennara, en þannig voru þeir titlaðir í þá daga.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.8.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband