Pjattrófan ég

.... jæja, kominn ágúst, einhvertíma á ég afmæli í þessum mánuði, þarf stundum að slá inn í reiknivélina hvað ég er orðinn gamall... einu sinni hljóp ég eins og vitleysingur út um allar jarðir til að halda mér í formi... þá hafði ég að mottói að vera "að eilífu fit"... en maður ræður nú ekki öllu... Guð sem ég trúi bara svona mátulega á, greip í taumana og sagði við mig "hættu þessari vitleysu maður, og eyddu tíma þínum í eitthvað annað og gagnlegar"... eina nóttina vaknað ég upp með þennan sko ekki lítinn sársauka í hnénu... og þar með var hlaupaferillinn á enda... það tók mig nokkur ár að jafna mig á því að geta ekki hlaupið... þá fann ég sundið... nú syndi ég eins og selur alla daga og styrki mig andlega og líkamlega... þegar ég var að synda í dag, þá fór ég að hugsa, líklega get ég bara verið "nokkuð" fit það sem eftir er, ef ég ákveð það bara og Guð verði sáttur við það... hugarfarið maður, hugarfarið maður, ég stappaði í mér stálinu, já ég ætla bara að synda minn kílómetra á hverjum degi þangað til ég verð nýræður... kannski þarf ég þá að ráða mér aðstoðarmann til að snúa mér við eftir hverja ferð... en hvað með það, ég skal...

... ég get nú stundum verið pjattaður þegar að útliti mínu kemur; mér finnst ég nú vera frekar ljótur, en þegar maður hittir vinkonur sínar á sama aldri, sem maður hefur ekki séð lengi og þær segja... n.b. ég hitti tvær í gær á sitthvorum staðnum og báðar sögðu þær; mikið er þú slank, brúnn og flottur... vááá... hvað það var gott... ég dró inn magann og spennti út brjóstið... labbaði út í bíl og horfði í spegilinn, en þar var bara ljótur gráhærður kall... þá allt í einu heyrði ég rödd sem kom ofan frá himnunum og sagði mildum, djúpum rómi;... vertu bara ánægður með þig gamli minn... og syntu kílómetra á dag þangað til þú verður nýræður og þá munu þér dyr himnaríkis opnast...

... ég ætla sko að taka Hann á orðinu... ég ætla að synda og synda frá mér allt vit... og aldrei að fara í kirkju nema þegar ég verð jarðaður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið svakalega finnst mér gaman að lesa þessar hugleiðingar frá karlmanni. Sennilega hugsa margir karlmenn svona en fáir þora að segja það upphátt, hvað þá blogga um það. Ég skil þig svo vel

en svo sannarlega er aðalatriðið að hugsa um heilsuna og ekki síður andann og þá líður manni vel. Passa að festast ekki í útlits- og æskudýrkun. Ég þarf að minna sjálfa mig á það daglega. Takk fyrir pistil.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 21:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svo þú ætlar að mæta í jarðarförina þína ?

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Brattur

... Jóna, það er um að gera að vera kaldur þegar maður er hræddur...  ég held þetta sé mest það að við karlarnir erum alltaf að sýna hvorir öðrum hvað við erum kaldir og klárir og harðir og allt það... auðvitað vill maður vera maður með mönnum... og ekkert að því... en við erum jú samt öll manneskjur, karlar og konur... ég vil ekkert vera annað en ég er... og það er ekkert að því að finna til og vera hamingjusamur... eftir því sem vindarnir blása... við erum ekkert öðruvísi en þið konur... kannski svolítið bældari...

... varðandi það að festast í útlits- og æskudýrkun, þá vildi ég bara segja þetta; pössum okkur að verða ekki of gömul og snemma, pössum okkur líka á því að verða ekki og ung of lengi...

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Brattur

... Anna mín kæra, auðvita mæti ég... mér er boðið...

... verð samt að bæta smá sögu hér inn í ... ég þekkti mann sem að dó... allt í lagi með það... nema hvað í fjölskyldunni hans höfðu verið miklar deilur og róstur áratugum saman og fjölskyldan skiptist í fylkingar eftir því með hverjum var haldið... en þegar að til tíðinda dró og vinurinn var að dauða kominn (á besta aldri)... þá útbjó hann gestalista með 21 nafni... og aðeins þeir, já og aðeins þeir máttur mæta í jarðarförina hans... og þannig fór þessi jarðarför fram... 21 gestur, hvorki færri, né fleiri...

... tek það fram að mín jarðarför er öllum opin... .mikið fjör og mikið bús... Amen...

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:08

6 Smámynd: Brattur

... Jana... ef ég get nurlað saman smá aurum (er reyndar byrjaður að safna) ... þá ætla ég að kaupa á þær Chelsea búning...

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert flottur Brattur. Það verður ekki af þér skafið. Ég ætla líka að mæta í mína jarðarför, það er klárt. Nema náttúrulega ég drukkni við Afríku í einhverri sjóferðinni og finnist aldrei (Ég verð þó allavega viðstaddur úrbeininguna.)

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 22:48

8 Smámynd: Brattur

... Halldór... "kórinn var falskur svo það leið yfir líkið"... segir í rússnesku ljóði... jarðarför er náttúrulega ekki sérstakt partý fyrir líkið... jarðarför er miklu meira samkvæmt minni reynslu; af hverju heimsótti ég ekki þessa mannsekju oftar og var betri við hana... af hverju vissi ég ekki allt þetta um hana sem presturinn er að segja... öll hennar afrek... og svo fer maður að gráta yfir sjálfum sér... að vera ekki betri en maður er....

Brattur, 2.8.2007 kl. 22:58

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sá sem býr til, selur. Sá sem kaupir, notar ekki. Sá sem notar, veit ekki af því. Um hvað er spurt?

Halldór Egill Guðnason, 2.8.2007 kl. 23:13

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert yngsta skvísan Kristjana.  Langyngst.

Er enn að melta kommentið hans Halldórs.

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:30

11 Smámynd: Brattur

... hehe... Jana mín... þú ert ung skvísa... ekki láta þér detta annað í hug....

Brattur, 2.8.2007 kl. 23:30

12 Smámynd: Brattur

... já... Halldór djúpur... ég held ég noti nóttina til að melta þetta...

Brattur, 2.8.2007 kl. 23:44

13 Smámynd: Brattur

...jááááá - auðvitað... líkkista... nú sef ég vel...

Brattur, 2.8.2007 kl. 23:46

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó !  Ég var ekki einu sinni búin að sjá að þetta væri gáta. 

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:48

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikið ertu skörp Kristjana Líkkista var það heillin. Bætum kannski gátukeppni við skákmótið? Hræddur um að ungmennafélagsmótin megi fara að vara sig.

Halldór Egill Guðnason, 3.8.2007 kl. 00:32

16 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ.

Sammála henni Jónu, flottur pistill frá karlmanni þetta. Já þetta að eldast, það er víst ekki hægt að forðast það. Var svona líka gekk og hljóp og var alveg á útopnu en veistu - sundið er besta hreyfingin !! Svo þú ert á réttri braut. Gat nú ekki betur séð en þú værir í góðu standi á fundinum um daginn. Annars - er nokkuð að frétta af undirbúningsmálunum, er búin að heyra í nokkrum sem eru mjög spenntir fyrir þessu  Svo mundi ég eftir öðru hljómsveitarnafni frá Sigló "Hrím" og Vilborg var búin að segja þér frá "Stormum" .....þurfum að setja auglýsingu strax og Ketilásinn verður komin á hreint.............

Góða helgi. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.8.2007 kl. 08:15

17 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gáta - hvaða dagur er besti dagur ársins ? þú þarft að vita þær tölur + tölur þess  mánuðar sem er bjartastur og þá kemstu inn á bloggið mitt....ábyggilega alltof létt - en það verður þá bara að hafa það. MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.8.2007 kl. 08:23

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábært að lesa þetta hjá þér Brattur. Sundið er mjög gott sport. 

Hef reyndar vitað lengi að karlmönnum þykir ekkert síður gott að fá hrós á útlit sitt heldur en konum en sjaldgæft þó að menn tali um það eins og þú gerir hér.

Í vinnunni starfa ég í karlahópi þar sem ég er eina kvensan í 10 manna teymi og þeim þykir notalegt þessum elskum þegar ég segi að þeir líti vel út í dag eða séu frísklegir í dag eða eitthvað annað heimilislega notalegt í þeim dúr.

Ég var sjálf upptekin af þessu í fjöldamörg ár að stunda ræktina eins og allir hinir endorfín fíklarnir hamaðist í eróbikk og pallaleikfimi 5 sinnum í viku. Þegar vinkona mín dó skyndilega sem var nokkrum árum eldri en ég var eins og hefði kviknað ljós á einhverri peru í hausnum á mér.

Það er ýmislegt fleira mikilvægt í daglega lífinu heldur en það að vera fit og flott, t d það að rækta vini sína ...

Marta B Helgadóttir, 3.8.2007 kl. 17:08

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Brattur, þú ert alveg sko .... snarbrattur. Yndislegt að lesa svona hugleiðingar um útlitið og hégómleikann, sem við búum (sem bertur fer) öll yfir að einhverju leyti. Ég er viss um að þú ert miklu flottari en þessi ljóti kall sem þú sást í bílspeglinum. Segi eins og Ægir; þú ert nú meira krúttið. (Meint af virðingu og aðdáun).

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.8.2007 kl. 22:12

20 Smámynd: Brattur

...Kæru konur, Guðný, Marta, Magga... takk fyrir falleg og uppörfandi skrif... mér finnst ég miklu skárri núna...

Brattur, 3.8.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband