Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja?
23.7.2007 | 20:07
.... það er skrítið að eldast, það er eins og maður fari ofar og ofar og horfi niður til baka á allt það sem hefur gerst í lífinu... og tímabilin skiptast í margar ólíkar persónur... sumar vildi ég bara alls ekki vera í dag!
En það sem er kannski merkilegast, að með aldrinum verð ég svo sveigjanlegur með, ja bara allt... eins og örmjór asparræfill í vindi... bogna ég undan honum, leyfi honum að vaða hjá, og svo rís ég upp aftur og brosi framan í sólina... mér finnst stundum allt að því óþolandi hvað ég er umburðarlyndur...
... ég held nefnilega að það sé enginn vandi að kenna gömlum hundi að sitja, því hann er búinn að reyna svo margt að hann veit að það er ekki til neins að spyrna við fótum...
... ég er að æfa mig á honum Kát... alltaf þegar ég kippi sláttuvélinni í gang, þá stekkur ljónið á vélina og geltir... það þýðir ekkert að hrópa á hann og segja honum að hætta... nei, nú er komið nýtt trix sem ég er að þróa, það er hvíslið... nú sting ég andlitinu upp í eyrað á vini mínum og hvísla; elsku Káturinn minn, ekki stökka á vélina þegar ég set hana í gang... og ég finn að hann hlustar... hann leggst niður og horfir á eins og í dáleiðslu... ooh hvað ég er ánægður með hann og mig og garðurinn verður svo fallega sleginn á eftir...
Æskuást.
Forðum
í sveitinni
lá ég
í grasinu
ósnortinn sveinn
sólin
kyssti mig
hátt og lágt
mín fyrsta æskuást
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Athugasemdir
Nú verður þú örugglega frægur !
Manstu ekki hvað hestahvíslarinn var vinsæll ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:16
Þú kemur sterkur inn Ægir....... en ferð strax aftur !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:24
... hestahvíslarinn var flott mynd... Anna, þú stendur þá við þetta að hjálpa mér að árita!
Ægir, ekki fara í pilsinu að mál, þetta er rándýr flík
Brattur, 23.7.2007 kl. 20:25
B r a t t u r ......... Brattur........er að æfa mig.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:29
...um að gera að æfa sig... ANNA... anna...
Brattur, 23.7.2007 kl. 20:37
Á Brattann að sækja !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:39
En sækja hvað ??
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:39
... ég á fyrirtæki sem heitir "Dirty Business"... spurning að nota það hmm...
eða á "Brattan að sækja.... bjórkassa"
Brattur, 23.7.2007 kl. 20:44
... nú ætla ég að stökkva á Ketilásfundinn... gef skýrslu á eftir... verið svo þæg og góð börnin mín á meðan... og enginn prakkarastrik...
Brattur, 23.7.2007 kl. 20:46
Á Brattann að sækja bjórkassa ehf. ........ líst mér vel á.
En má ekki vera of bratt.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:48
Prakkarastrik ! Hvað heldur hann að við séum ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:49
Var að detta inn, sennilega allir farnir látið mig vita hvar þið verðið í kvöld
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.7.2007 kl. 21:49
... ég er búinn að fara hús úr húsi og finn ekki neinn...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:42
Hó hó
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 22:47
... Anna!!!!!!!!!!!!!!...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:50
Fékkstu að vera fundarstjóri ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 22:52
... já, já.. ekkert mál... en ég var ekki kosinn formaður... ég er gjaldkeri... af því ég þekki þig þá get ég leitað mér ráðgjafar hjá þér...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:53
Nei heyrðu mig nú ! Ég er fullbókuð sem formaður skákfélags bloggara með tattoo. Það er vandasamt starf.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 22:55
... sjá ráðgjöf Anna... vel borgað eins og vanalega hjá mér...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:57
... heyrðu, ég er á leiðinni að fá mér tattoo... af því þú ert búin að koma þér upp slíku, hverju mælir þú þá fyrir mig og hvar á kroppinn....
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:58
... vantaði "með" þarna einhversstaðar...
Brattur, 23.7.2007 kl. 22:59
Hvernig er það eru engar veitingar í boði hér..... Anna kláruð strákarnir allan bjórinn hjá þér??
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 22:59
veit ekki hvað er að mér "sjá" ráðgjöf.... "smá" ráðgjöf...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:00
... hér er boðið upp á mjólkurkex og ávaxtasafa....
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:00
Ó ! Nú þarf ég að fá mér kex.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:00
Heyrðu mig nú Brattu ertu ekki kominn með tattoo maður!!
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:00
Nú já bara kex
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:01
Arnfinnur..... ég var aldrei með bjór. Þið fóruð á ímyndunarfyllerí.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:02
... á ég að fá mér mjólkurkexköku-tattoo á herðablaðið???
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:03
Arnfinnur kex er ekki bara kex... ef þú borðar 3-4 mjólkurkexkökur frá Frón á dag... þá breytist þú fljótlega í snilling...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:04
Já, ekki spurning !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:04
Heyrðu þeir sem sporuðu út hjá þér voru sko Brattur, Ægir og Halldór. Ég var sko að vinna myrkranna á milli og komst ekki á þetta fyllerí
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:05
... skytturnar þrjár, Brattur, Ægir og Halldór... leggja allt í rúst hvar sem þeir koma
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:07
Takk Brattur veit ekki hvort mínar snilligáfur mega við meiru En mæli með mjólkurkextattoo
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:07
... Arnfinnur... mér finnst vanta herslumuninn á að þú sért snilllllllingur... en rosalega ertu efnilegur... verð að segja það...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:09
Þakka þér Brattur tek alltaf ráðum hjá mér eldri og vitrari þannig að ef þú býður enn upp á Frónkexið þá kannski þigg ég tvær, þrjár
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:12
Sporuðu út ?
Það er ekki hægt að tala um spor þegar við förum af stað - heldur maraþon !
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:13
Það kemur glögglega fram í ritsnilld þinni Ægir...... x við kex.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:13
Heimalagaðar Kristjana ? Eða made in Taiwan ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:14
nohh... allt að fyllast af súkkulaði og fínu fólki
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:15
Þú ert algjört yndi Brattur!
Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 23:18
... takk Heiðar Berþóra og þú líka...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:20
Brattur er laumusnillingur. Hefur verið að pukrast með kex í mörg ár.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:23
Brattur skákar okkur öllum og á leiðinn að fá sér Frónkextattoo
Arnfinnur Bragason, 23.7.2007 kl. 23:29
... kominn með kaldann ávaxtasafa og döðlur... hollustann í kvöld..
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:30
Hahahaha ......... hvað sagðir þú eiginlega Ægir ? Kátur er kátur.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:31
... Her er ljóðið sem ég samdi um Kát og ég er að kenna honum að syngja það:
Því ertu daufur Kátur?
Hvað amar að þér nú?
Mér fannst ég heyra grátur
og hann var ekki í kú
því það varst þú!
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:35
ÆGIR bullukollur.........
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:40
... Anna hver er staðan með skákmótið... eru komnir fleiri keppendur og hvar verður keppninn haldinn?
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:46
Ekki ákveðið ennþá hvar Brattur. Það ert þú og Ægir og Halldór og Kristjana og ég og Imba og Edda og Arnfinnur og svo er einn enn búinn að segja á blogginu að hann verði með en ég vil ekki nafngreina hann fyrr en hann sendir inn formlega umsókn. Bíddu.... er að telja........ 8 eða 9 eins og staðan er í dag.
Er það ekki bara heimahús einhvers staðar ?
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:49
... betra að hafa slétta tölu á keppendum... þannig að einn þurfið ekki að sitja hjá... en ef svo verður, þá er sjá hinn sami góður til að ná í bjórinn....
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:52
Mér finnst bara slæmt hvað hann er góður. Þessi níundi sko.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:54
Hvaða drættir eru hér á ferð.
Sam eða sinadrættir?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.7.2007 kl. 23:55
... ertu að lokka einhvern alvöru í mótið...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:57
Það er þá óafvitandi Brattur. Ég reyni nú að breiða yfir annars lokkandi framkomu mína dags daglega, hérna á blogginu.
Anna Einarsdóttir, 23.7.2007 kl. 23:58
... halló púllari... hér eru engir drættir, nema ef vera skildi að dregið verið um töfluröð keppenda í skákmótinu... var ekki göngutúrinn ljúfur...
Brattur, 23.7.2007 kl. 23:58
... þér tekst nú stundum ekkert sérlega vel til með það Anna
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:00
Arnar, já. Hann var of góður fyrir minn smekk á skákmóti í dag. Skoðið bara síðuna hans. En kannski er hægt að dobla hann og redobla og plata með töfrabrögðum. Bjarni töframaður er frændi minn sko.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:01
Ægir, Kátur er nokkuð sleipur í skák... það eina sem háir honum er að hann á það til að éta taflmennina... hann étur nefnilega allt nema plastpoka...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:01
... já er ekki Arnar með hrúgu af ELO stigum... ???
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:03
Ó ó og æ....... ELO stig. Þar er ég með núll.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:05
Já eða skallabloggara !
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:10
Ef Arnar er ekki með tattoo þá á hann engann séns þrátt fyrir öll sín ELO stig.... ekki satt?
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:10
Verðum að passa að Kristjana gefi ekki af sér allt hárið núna.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:10
Lið hverja Ægir???
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:11
... Þeir rauðhærðu eru yfirleitt mjög beinskeyttir og hvassir...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:11
... já Kristjana er í verulegri hættu... gæti komið snoðuð á mótið... verðum við ekki að grípa í taumana?
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:12
FJ. ég verð með hárkollu.
Jú, göngutúrinn var ljúfur, súrefnisríkur og gefandi.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.7.2007 kl. 00:13
Brattur ég er rauðhærður!!!! svo gættu þín Ægir!!!
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:13
noh... Arnfinnur þú ert vaxandi snillingur... held þú verðir í einu af fyrstu þrem sætunum, ekki spurning...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:16
Ég kallaði Arnar á okkar fund.... þ.e. ef hann er vakandi.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:19
Þú ert þá í hinu liðinu Arnfinnur. Því rauðhærða.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:20
... er þetta liðakeppni eftir hárlit?... ég verð þá líklega einn í liði... nema Jana verði með mér, sköllóttir og gráhærðir saman... Anna hvernig er þitt á litinn?
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:22
Hagamúsarlitt....... en þykist vera brúnt.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:23
Arnfinnur er að safna í lið held ég. Eða nei annars..... hann er að lita hárið.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:24
Hagamúsarlitur... en krúttlegt
... en nú er Brattur að fara í bólið... á morgun skal rennt fyrir bleikju upp í Eyjfarðará... kannski ég noti flugu með hagarmúsarlit
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:28
Takk fyrir síðast það var mjög gaman og erum við byrjaðar að glugga í bækurnar. Erum elsku sáttar við verkaskiptingu og bindum vonir við gjaldkerann. Það verður kannski einhvern tíma gefin út ljóðabókin "Þrjár sálir á Ketilási"! Fundargerðin fer inn á morgun. Heyrumst......
Vilborg Traustadóttir, 24.7.2007 kl. 00:31
Má ég koma með ábendingu Brattur ? Mér finnst líklegast að bleikja taki bleikan lit. Líkur sækir líkan heim manstu !
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:32
Söfnum nú endilega fyrir sæng handa Ægi..... ha !
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:33
... já, alveg rétt Anna... bullari, bullara o.s.frv.... ég man...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:34
Vilborg, þetta var gaman... ef við gefum ekki út ljóðabók, þá í það minnsta gefum við fundargerðina út...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:36
... feld, segir Ægir,hann er eins og klipptur úr úr Íslendingasögunum, drengurinn...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:37
Sofið bara fínt strákar !
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:37
Anna, það eru kominn 99 komment hérna... viltu ekki segja eitthvað fallegt að lokum svo við náum 100
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:39
....er að vinna í málinu........
Vilborg Traustadóttir, 24.7.2007 kl. 00:40
Já Ægit tökum bjór og vertu velkominn í liðið
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:42
101 ! Okkur verður hent út af blogginu bráðum - og sagt að nota MSN.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:43
já, örugglega... ætli þetta þekkist nokkur staðar annars staðar en hjá okkur, vitleysingunum...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:46
Tja Brattur það er til staður sem hýsir fólk eins og okkur og hann er kallaður Kleppur
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:48
... við höldum þá skákmótið þar, Arnfinnur...
Brattur, 24.7.2007 kl. 00:49
Já ef það er ekki fullt þá skulum við tefla þar
Arnfinnur Bragason, 24.7.2007 kl. 00:52
Nei nei strákar mínir ! Ég ræð. Ekki reyna að taka stjórnina.
Anna Einarsdóttir, 24.7.2007 kl. 00:57
Já,Arnfinnur og Brattur,
ég var svokallaður gæslumaður á Kleppi í 10 ár og lofa að það er góður staður. Þar voru margir frábærir skákmenn. Ég man sérstaklega eftir einum manni sem kom af og til inn sem sjúklingur og malaði okkur starfsfólkið í skák þó hann væri í bullandi maníu. Hann varð síðar ágætur vinur minn.
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 21:38
Vá, hvílíkur kommentafjöldi, bara verð að taka þátt i þessu. Hef samt ekkert annað til málanna að leggja en að Kleppur er góður staður og hann er víða.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.